Hugrún Elfur segir hæ

Hugrún Elfur segir hæ

Önnur dætra minna sem er svo heppin að eiga systur mína sem mömmu varð eins árs í gær. Þarna er hún að heilsa í heiminn fyrir ári síðan.

Skírn

Skírn

Með hinni flottu mömmu sinni sem ef ég man rétt heklaði skírnarkjólinn hennar.

Hugrún og Sindri í maí 2008

Hugrún og Sindri í maí 2008

Og hún kom í heimsónk til okkar í maí/júní á síðasta ári. Vá hvað það var gott veður, hún sólbaðaði sig vilt og galið í Frederiksberghave með mér og þeirri með brjóstin.

Sindri og Hugrún

Sindri og Hugrún

Litla sæta frænka, loksins einhver minni en ég…

Ávalt í stuði

Ávalt í stuði

eins og ég segi..

eins og ég segi..

..hún er ávalt í stuði. Litla rassgat..rúsína, krúttmúffa :)

Við hér á búinu óskum henni auðivtað til hamingju með daginn í gær og vonum að hann hafi verið góður og að gesti hafi drifið að og hún fengið margar góðar gjafir.

Það eru margir seg eiga afmæli hér um þessar slóðir greinielega.. Ef ég man rétt á sá sem bjó til þetta barn á móti þeirri með brjóstin afmæli á þriðjudaginn, getur ekki verið að það sé rétt? Ég óska honum til hamingju með afmælið bara líka þar sem ég er ekki viss um að muna eftir því þá vegna ótrúlegrar pressu þessa daga.

Og svo var okkur boðið í afmæli í gær  til húsbóndans á Elbagade, hann varð jafngamall mér á föstudaginn að ég held örugglega. Hann nýtur samt ekki þess heiðurs að vera jafngamall og ég mikið lengur en þangað til í sumar.. En húsfrúin á Elbagade töfraði fram þvílíkt kaffihlaðborð. Það var erfitt fyrir mig að fara frá borðinu. Ég hafði upphaflega ætlað mér að sitja og éta þarna allan tímann. Það af græðgi og líka því það er kreppa, þannig hefði ég ekki þurft að éta heima hjá mér um kvöldið – en ég var síðan rekin frá borðinu. Ég verð að taka æfingu í því að bjóða mig velkomna í heimsókn til fólks á annarlegum tímum, svosem klukkan 18 á virkum dögum eða klukkan 11 um helgar og segjast bara hafa verið í nágrenninu ég hafi og ætli mér alls ekki að stoppa, ..já, tíu dropa takk, nei alls ekki vera að hafa fyrri mér, jú..ég fæ mér einn disk (fyrst þið endilega viljið mætti bæta við). Þetta gæti verið sparnaðarleið í safnið. Ég er komin með gott safn af þeim sko:

  • baða mig í ræktinni
  • hætta að gefa krökkum morgunmat (þau geta borðað í skólanum frítt)
  • borða sjáf morgunmat sem er í boði skólans míns, verð þá bara að troða gestamat frá óvæntri heimsókn minni í poka án þess að nokkur sjái á þriðjudagskvöldum því það er ekki kennt á miðvikudögum.
  • fara aldrei í lest eða strætó meira
  • versla í svíþjóð eða þýskalandi
  • Bjóða tælensku bekkjarfélögum mínum að búa með okkur og þau elda. Ein vinkona mín í bekknum segir að hún borði kvöldmat fyrir í mestalagi 20krónur danskar…það er nú ekki mikið. Við hér 5 notum klárlega meira en 20 kall á mann í kvöldmat. Þau eru orðin svo stór krakkarnir að nú dugar ekki lengur að kaupa bara einn hakkbakka, einn líter af djús eða  mjólk er eins og dropi í hafið og brauðpokinn hverfur á einum degi. Eins gott að við verðum búin að læra og fá súpergóða vinnu með himinháum launum innan 4 til 5 ára, þegar Gvendi verður13, Sunna 12 og Sindri jafngamall þeim núna og öll verða þau á fullu í allskyns íþróttum eða starfssemi og þurfa örugglega að éta heilan hest í hvert mál…úff.

Já svona er þetta nú. Nóg að gera auðvitað allstaðar.