Tólf ára Bóndinn er
ætíð hann skemmtir sér
oft hann í taugar fer
til sóma samt er mér

*

Síðan þá hefur hann
breytt sér í annan mann
langt inn við bein ég fann
Þorvald og ég elsk’ann

*

Saman nú höfum við
verið um langa hríð
og viðhaft þeim góða sið
að segja að ég sé fríð

*

Húrra ég hrópa
verum glöð upp til hópa
árunum sópa
undir teppið hjá  Tóta.