dsc_0085

Það er búið að vera gott veður, það verður ekki af því skafið. Myndin hér af Sindra lýgur að vísu, það var heitt og frábært hér á laugardaginn en það er jú bara vor og ekkert nærbuxnaveður enn. Það kemur :) Húsvörðurinn hér í blokk búinn að slá grasið aftur og það lyktar af nýslegnu..mmm.

dsc_0010

Það er best að nýta tímann stundum úti. Þarna lóla feðgar í garðinum. Þið takið eftir að ég fer ekki út enda hef ég ekki komist neitt fyrir sjálfri mér undanfarið, en sú mæða.

dsc_0076

Ok, það er pínu langt þarna niður..en þetta eru Gummi og vinur hans August, þeir eru fótbolta og tölvuspils fríkur.

dsc_0077

Þetta er Sunneva..eða er þetta ég? Nei, þetta er Sunneva, hún hefur fundið lyklaborð af tölvu í ruslinu. Þau eru farin að draga með sér upp allskyns óþarfa. Ég rek það beint til föðurhúsanna..þeirra.

dsc_0087

Já þau höfðu það g0tt. Í endann voru þau komin með allar sængur og kodda þarna út. Við erum síðan í páskafríi, þ.e við og börnin þangað til eftir viku. Bónda greyið þarfa að vinna alveg bæði miðvikudag og fimmtudag..hehe, en hann var að vinna um helgina síðustu.

Að sjálfsögðu er margt hjá mér að gera og má þar nefna:

Ræktunarstöð Félagsbúsins hefur verið sett í gang.
Þar sem ég er í meira lagi manísk í hugsun og framkvæmdum þá keypti ég 19 sortir af gróðri til að rækta. Það voru:

  • Blóm sem eiga að draga að sér fiðrildi, ætlað fyrir börnin
  • Grasker (eða pumpa á sænsku, elska það orð) ég fékk engan ávöxt í fyrra og skal reyna aftur
  • Litlar gúrkur, tilraunastarfssemi
  • Blómkarsi, sem má éta, líka ætlað börnunum (er eitt af sparnaðar ráðunum..hehe, senda börnin út að borða á svölunum)
  • Skraut grasker, s.s ekki til áts. Keypti það því það kostaði ekki mikið og kannski koma frekar grasker á það
  • Tvær sortir af sumarblómum, bæði lítil blóm með sterkum litum í bland
  • Melóna. Ég veit, hljómar furðulega, stóðst heldur ekki mátið þegar ég sá fræin
  • Mini maís sem verður venjulegur maís ef maður gleymir að skera hann þegar hann er lítill..þannig það er ekkert sem er einhver sérstakur mini maís, hann er bara skorinn frá þegar hann er lítill eða hvað?
  • Tvær tegundir af jarðaberjum. Önnur fyrir börnin, þó ég hafi bara sáð þeim sjálf. Í þeim pakka voru fullt af fræum en í hinum sem ég keypti voru bara 10, fræ af hálfu jarðaberi..
  • Fennikel, líka bara til að prufa
  • Og svo síðast en ekki síst þá keypti ég oregano, sítrónumelissu, basilíku og rósmarín.

Já svei mér. Nú er þetta komið í hin gasalega flottu mini-drivhus, sem er bara kassi með mold og plast loki. Þrjú standa á kommóðunni og jarðaberin sem áttu að fara á dimman og heitan stað eru undir hillu inná baði. Ég á eftir að sá síðan helmingnum.

Oporation Út með Dúfurnar (ÚD)
Já… út með dúfurnar. Ég þoli ekki dúfur. Mér finnst þær arfa ógeðslegar. Ég hef prufað eftirfarandi til þess að hrekja þær á brott:

  • Hugsa virkilega illa til þeirra
  • Hræða þær með ljósmyndaflassi
  • Grýta þær með snjóboltum
  • Grýta þær með sígarettustubbum sem ég “fann” á svölunum hjá mér
  • Nú síðast negldi ég nokkra nagla í handriðið og festi vír á milli í þeirri von um að þær myndu hypja sig, hafði heyrt þetta einhverstaðar. Mér til mikillar mæði þá sá ég þessa hvítu (já þær koma reglubundið, þær hljóta að hafa merkt sér svæði..oj) á handriðinu, henni var skítsama um vírinn. Ég, Gvenda til mikillar hamingju (já ég er sko kúl mamma), skvetti á hana einu vænu glasi af vatni. Hún puðraðist í burtu tíkin atarna. Hef ekki séð hana enn. Held samt ég þurfi að endurnýja og fá mér stærri nagla og stífari vír.

Framtíðar aðgerðin
Get ekki sagt um þá aðgerð reyndar. Nei, hún felur ekki í sér stækkun fjölskyldunnar. Við látum bara aðra um að gjóta börnum hist og her þessa daga, þetta er reyndar ekkert grín..þið eruð allar óléttar.

Aðgerðin er að sjálfsögðu bara um mig. Meira seinna ef hún tekst:)

Um helgina fórum við Sindri svo í að þrífa á svölunum. Gummi var í afmæli, Sunneva var brottnumin af íbúum Elbagade og Bóndi var að þvo þvotta í vinnunni. Hann var vaskur blessaður. Við tókum gamla mold úr pottunum og komumst að því að það er kominn slatti af graslauk aftur og steinselju.

dsc_0089

dsc_0088

Efra er steinseljan og hér oní dollu er graslaukurinn. Við þvoðum alla potta sem þvo þurfti og fjarlægðum allan óbjóðinn. Skrúbbuðum dúfuskítinn af garðhúsgögnunum og færðum bekkinn yfir á “betri svalirnar”.  Við vorum vopnuð kjöthamri, litlum nöglum og föndurvír þegar við gerðum tilraun til að dúfuverja (sbr. Oporation ÚD). Við sópuðum og skrúbbuðum svalagólfin. Allt er fínna en áður á svölunum…enda sá ég yfir hjá nágrönnunum að þeir eru með voða fansí þrjá potta á svölunum sínum, það er ekki hæft að það sé minna kúl á mínum svölum…já og talandi um nágranna. Ég get hér með staðfest að annar af tveimur sem búa saman hér á móti og knúsast meira en bara vinir af sama kyni, hefur staðið í því að raka af sér öll skapa hárin.