Bóndinn er bara líklegast kominn með vinnu. Er það nú ekki gleðiefni? Hann er að vinna á Laundromat, sem kokkur. Fyrir þá sem ekki vita það þá er Laundromat í eigu Frikka Væsappúl (hvernig á maður að skrifa þetta…frekar en Danir vita hvernig á að stafa Guðmundsdóttir..hehe) og þar er bæði hægt að éta mat og drekka kaffi og þvo þvottinn sinn..það  er því  ekki að vænta að Bóndi læri neina dönsku, ever. Nei, djók, auðvitað lærir hann dönsku bráðum.

Ekki er laust við aðeins léttari andardrátt hjá mér, eins og AB sagði áðan, er nokkuð nema uppá við héðan af??..ég held að svarið sé bara að það sé rétt hjá henni.

Við fórum og heimsóttum þau hjú í nýju íbúðina sem er mega flott. Við vorum öll komin framúr klukkan átta í morgun. Það fattaði ég ekki fyrr en síminn hringdi. Það var BMO, það lá við sjokki þegar ég leit á úrið… fyrst við vorum öll svona morgunhress, þá henti ég í pönnukökur og Bóndinn í brauð og svo hjóluðum við með það yfir til þeirra og gúffuðum það í okkur þar.

Súper.