Þetta blogg er  með enskum texta.

Já góðir hálsar ég hefði sennilega ekki átt að fara í skrifpásu. Nú hef ég frá svo mörgu að segja að lesturinn á eftir að taka hálfan mánuð. (I shouldn’t have taken a pause, the reading of this is going to take 14 days).

dsc_0002

Hvað er þetta eiginlega? Jú auðvitað er herbergi þeirra sem óðfluga nálgast sjálfa mig í stærð og breidd eins og eftir loftárás …en sængin þeirra hangir ekki venjulega utaná rúmminu sko. (The older kids room is like after a tornado).

dsc_0010

Það var alveg piss fyndið þegar þau skutust þarna upp. (I almost peed my pants when they appeared there..)

dsc_01131

Sumardagurinn fyrsti kom og sumargjafir líka frá mÖmmu R. Allir fengu hlífar og þau eldri fengu skó með hjólum undir. Þau eru heimsins hamingjusömustu börn. Sindri fékk líka skó og heita þeir hlaupaskór. Hann þarf auðvitað hlífar líka. (Summer came and brought presents from grandma R)

Og mAmma R átti líka afmæli þann 23.apríl. Við óskuðum henni auðvitað til hamingju með afmælið og krakkar sungu fyrir hana afmælissönginn. (My mother had a birthday)

dsc_0121

Og daginn eftir átti jú Frumburðuinn 8 ára afmæli. Hann var svo spenntur í svo marga daga og mánuði áður að ég vissi ekki hvort hann myndi hafa það af. Hann taldi niður frá að mig minnir 60 dögum. Hann óskaði sér svo heitt og svo gargandi miklum helling af dóti að það lá við að ég væri að missa móðinn, mér tækist aldrei að uppfylla allar hans óskir. (The oldest one aslo had a birthday, he was so exited that we weren’t sure he would make it…)

dsc_0125

Og auðvitað hjálpaði restin af börnunum að afpakka gjöfum. Við vöktum hann sko með gjöfum frá okkur og svo kom meira með póstinum síðar um daginn. (Everyone likes to help unwrap presents)

dsc_0145

Draumurinn um hjólabretti rættist. (the dream of owning a skate board came true)

dsc_0151

Bóndinn fékk vægt (eða ekkert svo vægt..) fortíðarkast og nánast sleikti hjólabrettið og hóf lestur frægðarsagna af sjálfum sér á einu slíku. Börnin hafa aldrei verið svona fljót úr húsi til að fara í skólann..(The Man of the appartment had a fit because he thinks when he was younger he was crazy cool on skateboard..he bagan telling stories about that..kids have never been so quick to go to school before …or after)

dsc_0158

Það er meira að segja ör sem sönnunargagn fyrir því að hann hafi verið góður á hjólabretti. (…yes, he even has a scar to show how brilliant he was …)

Annars var afmælisdagurinn Frumburðarins mjög dásamlegur. Hann fór með köku með 23 litlum dönskum fánum á í bekkinn og kennararnir fullyrtu að þeir hefðu aldrei smakkað eins góða köku. Ég neyðist til að senda hrósið yfir til mÖmmu R þar sem uppskriftin kemur frá henni. Svo komum við heim og elduðum hamborgara í matinn að hans ósk og horfðum síðan saman á bíó. Hann var mjög sæll og glaður þegar hann fór að sofa. (His birthday was nice, he gave his classmates a cake I can not take the credit for and then we ate his favorit food, which is hamburgers and whached a movie, he went to sleep very happy)

dsc_0185

Og svo hittum við Hjörvar og Guðnýju hjá A og B. A og B eru flutt í götu á Amager sem enginn af okkur getur borði fram nafnið á. En þau eru með garð..mmmmmmmmmm. Bóndinn gerði bröns að hætti Londromat og það var fáránlega gott..júúúmmmí. (Why is the Man of the appartment the only one wearing a black hoody, when everyone else is wearin a T-shirt or no shirt at all?….)

dsc_0193

Á leiðinni heim úr garðpartýinu. Sindri sofnaði í keng í hjólinu og það var vægast sagt gott veður.. (Are you still looking for the one not wearing any T-shirt? let me tell you a story.  We live in an appartment building on 5th floor. We have a very, very good view over to our neighbours. In one appartment, across from ours lives a gay couple. That is cool, we like gay.. but they are the only couple in all the appartments we can see who do not wear clothes. I just told a story the other day here on my blog about the fact that one of them shaves..down there. And now not to long ago I saw them both naked in the kitchen. Yebb, one of them made food and one went to sleep..or did he..) ( I do other stuff at my house than window peeping..I do laundry and stuff)

AÐ allt öðru. Við Bóndi vorum að ræða hvernig við ættum eiginlega að fara að því að koma píanóinu mínu hingað yfir. Það hefur verið í geymslu í íbúðinni sem A og B voru með útá PHG á Íslandsbryggju. Eftir miklar eldhúsdagsumræður hélt Bóndinn út til starfa sinna (sækja börnin) og gólaði svo upp úr garðinum að ég yrði að koma niður, það væri frítt píanó þar. Og þarna varða. Mega flott píanó. Er ekkert merkilegt að ég haf fengið tvö píanó gefnis síðan ég kom hingað? (I got a piano for free out side my building..the second one since I moved to Denmark)

dsc_0203

Þetta fór þannig að Pálmi skottaðist hingað og dreif Bóndann, sem var eiginlega að drepast undan því að hafa sagt mér frá helvítinu, niður og þeir ætluðu að reyna við píanóflutninga. Þeir keyrðu píanóið fram fyrir en svo var eiginlega ekki víst hvað væri hægt að gera meira..píanóið virkaði þyngra heldur en það leit út fyrir að vera. (two small, but very strong men tried to move the piano upstairs..we are talking about 100 steps..their strong will was not enough at this moment, usually that works tho, at least for us from Iceland)

Ég auglýsti eftir 6 sterkum mönnum til að hjálpa til. Skyndilega voru allir með gömul ballett meiðsli eða fundu ekki símann sinn. ( I advertised on Facebook that I needed 6 strong men to carry the piano. Suddenly everyone had old ballet injurys or magically lost their phones)

Til okkar komu A. Heimir, Pálmi og Hjalti. Allir þessir menn mjög sterkir en held ég bara einn stærri en ég. Þeir gerðu sig hinsvegar breiða og þrumuðu niður til að þeytast upp með píanóið. (We got 4 men who were more than ready to carry the piano)

Þeir truntuðu píanóinu inn í húsið og upp fyrstu fjórar tröppurnar. Allir menn verða einhvern tíma að horfast í augu við þá staðreynd að píanóið sé of þungt. (They moved the piano into the building..every guy sometime in his life must admit that the piano is to heavy)

Morguninn eftir fékk ég píanóflutningamenn hingað. Þeir sem komu hingað fyrst voru litlu stærri en þeir sem höfðu prufað kvöldið áður. Þeir þurftu líka að horfast í augu við þá köldu staðreynd að píanóið væri of þungt. Þeir hringdu á enn stærri menn sem síðan komu píanóinu upp.

dsc_02061

Og ástæðan fyrir gríðarlegri þyndinni er að píanóið er ekkert venjulegt heldur er það tvöfalt eitthvað í sambandi við að vera flygill pakkaður í píanó. Ég náði ekki alveg nákvæmlega hvað það var, þarf að finna úr því. Líklega er það síðan fyrir 1900. ÉG ætla að mála það hvítt og láta stilla það einhverntíma þegar ég hef unnið í lottó. (The piano isn’t a normal one, it is doubble something I didn’t understand..Im going to paint it white and have it tuned someday  when I have won the lottery)

Oporation Út með Dúfurnar (Oporation kill the doves)

Afdúfun svalanna gengur vonum framar. Ég hef ekki séð eina dúfu þarna eftir að ég hótaði í huganum að borga uglu til að standa vörð um svalirnar. Nágranninn er líka mjög virkur í þessu og hefur vírað sínar svalir alveg eins og ég. (Im on a mission to make doves here in Copenhagen understand that they are not welcome on my balcony.)

Ræktunarstöð Félagsbúsins (The Greenhouse)

Í ræktun eru komnar 3 kryddjurtir, melóna, grasker, blóm, maístré og eitthvað fleira. (Im starting my own herb garden in the window)

Við ákváðum svo að stækka við okkur og fengum skika í skólagörðunum hér úti á Amager. Við fórum síðasta sunnudag og settum niður 12 kartöflur, persillu, lauk og gulrætur. Næst eigum við að setja niður spínat, blóm og radísur. (Did you know that I have now eaten 100g of Marabou chockolate?)

dsc_0001

Það er farið að verða pínu þröngt í Christianiu hjólinu. Þau eru eiginlega öll í keng. Við, ég og afleggjararnir fórum á Norðatlantshafs daga á bryggju í Christianshavn. (this is our car)

dsc_0005

Það var risastórt skip þar sem mátti fara inní og skoða. Sunneva er spegilmynd mín. (there was a kind of a show on Christianshavn where icelandic people and people from Greenland and Faroe Islands showed design and other stuff. We got to go onboard a boat. I would never have done that normally, but I was in the “fuck it” mode… the one in the pink sweater hated beeing there just as much as I did..yuuuuk)

dsc_0017

Er þetta nú eðlilegur leikstaður? Mér var bara ekki alveg sama. (No, they are not mine- Iwouldn’t make a minute having my kids so  near the sea..)

dsc_0038

Við sáum síðan bardaga þar sem barist var með sverðum. Það varð uppi lífleg umærða hvort það væru alvöru sverð eða ekki sem voru notuð.

dsc_0028

Flautað var til bardaga í afar skrítnum hornum.

dsc_0031

Barist að krafti. (yes….where did we go..)

dsc_0042

Og það voru íslenskir hestar þarna. Við fórum á bak. Daginn áður fórum við í Amager Center og þar er dýrabúð með stórum páfagauk í sem kann að tala. Sindri missti það næstum því þegar gaukurinn orgaði “HÆ” allt í einu og ég þurfti að halda á honum alla leiðina heim, hann varð svo hræddur. En svo sat hann hestinn eins og hann hefði aldrei gert annað. Fékk að fara annan túr og allt. (We like horses yes we do…)

dsc_0045

Og Hitt fíbblið fór að sjálfsögðu líka á bak. Hún er algjörlega óttalaus og var heldur ekki hrædd við að vera á hestbaki. Hinn (h)eldri  ætlar bara að fara seinna á bak. (My kids ride horses like they have done nothing else their whole life, except the oldest one..he’s just gona go later…)

dsc_0057

Hehe (hehe).

Síðast en sko ekki síst: (Last but not least..)

Ég sat inná klósetti áðan þegar barið var að dyrum tryllingslega. Ég opnaði og hélt að einhver væri bara að missaða í brækurnar. (I was in the bathroom when someone hit the door like there was no tomorrow. )

Fyrir utan var Bóndinn í kasti. (Outside the door, the Man of the appartment was loosing it with excitement…your dirty mind not mine)

Ég þaut í stofuna á eftir honum og hvað var þar.. (I rushed into the livingroom to see:)

dsc_0059

…þetta (…this).

Já hvað í fjáranum er þetta? Þetta er einshverskonar upptökutæki og selulbandstæki. Það voru snældur með þessu, þær eru þetta stóra kringlótta og á þeim var alveg dásamleg músík. Klassísk með píanói og selló eða fiðlu. Þetta kemur úr sömu íbúð og píanóið sem er komið hingað upp og hjá okkur er það þannig að það er verið að spila á okkar píanó á þessum snældum. (WTF??? this is somekind of a reccord thing we got from our furniture supply, which is located by the trash cans in our garden)

dsc_0061

Bóndinn gæti ekki verið hamingjusamari. Gott það er núna komin verkaskipting á heimilið, ég get ekki staðið í því ein að rembast við að gera hann hamingju saman alla daga. (If it makes you happy..)