Það mætti halda að allar aðferðir sem ég hef notað við að gera mitt í þágu samfélagsins við afdúfun  hafi bara haft öfug áhrif. Það liggur við og ég segi liggur við, viðurkenni ekki að ég hafi fengið samviskubitið því í gærmorgun komumst við að því að það liggur munaðarleysingi í eggi hér í þakrennunni.

dsc_0034

Verðið kannski að smella á myndina til að fá hana stærri. Og hvað svo…annað í rennunni við hliðina aðeins síðar:

dsc_0036

Jaaaá.. þær eru farnar að verpa. Ég er að spá hvort reykelsin sem ég hef verið að brenna útá svölum í þeim tilgangi að svæla þær frá hafi þá bara haft einhver frjósemis áhrif.OJ.

Ég stend í ströngu í verkefnavinnu og sagði við krakkana í gær að ég myndi vinna til kl 16 og þá myndum við öll taka til. Það var samþykkt. Síðan uppúr 15 sá ég að ég yrði að fara í búð. Þau eldri nenntu ekki með svo við litli fórum og þau urðu eftir heima. Það var ekki fyrr en um kvöldmat að Sunna gat ekki haldið sér saman lengur og mér var tjáð sú lyga saga (að ég hélt) að þau hefðu farið út og náð í eggið og komið með það hingað inn. (OJ)

dsc_0035

En satt reyndist vera..þau höfðu tekið eggfjandann inn og búið um það á litlum bakka með mjúku garni til að halda á því hita. Og nú liggur það þannig í rennunni hjá svölunum okkar. Hvernig get ég með réttri samvisku haldið áfram að afdúfa..?

Aðeins er farið að grænka í gróðrastöð Félagsbúsins og hér er búið að vera afskaplega gott vorveður. Þórdís kom til mín í heimsókn á miðvikudaginn og þar sem krakkarnir heimtuðu að fara út og ég var með heimsókn þá tóku þau bara Sindra með sér.. Það var vissulega þægilegt þó það sé pínu stressandi. En gott fyrir hann að fara með þeim út. Þau voru hinar bestu barnapíur og leiddu hann með sér hvert sem þau fóru.

Og Gummi fékk Lucas vin sinn í heimsókn á þriðjudaginn og Sunneva vinkonu sína Selmu. Þær voru hljóðar sem mýs enda kom í ljós hvað hefði komið fyrir:
dsc_0001

já og þetta er bara 1/3 allt herbergið var í perlum. Skrifaði ég ekki einhverstaðar hér fyrir stuttu að ég leggðist bara einusinni í gólfið til að taka upp svona fjölda af perlum? Ég hafði það samt ekki í mér að ryksuga þetta allt upp..annarsvegar það og að við erum á síðasta ryksugupokanum og þeir eru pínulitlir..hehe.

Hér sé stuð í páskafríinu.