Maður bakar ekki með hálfum hug, maður verður að vera með allan hugan við verkið..

Maður bakar ekki með hálfum hug, maður verður að vera með allan hugan við verkið..

Já síðustu dagar hafa verið allskonar. Flest allir mega góðir. Sindri fékk að vísu mjög skyndilega hita á sunnudaginn og var því heima að kúldrast með mér á mánudag og þriðjudag.

Það var hveiti allstaðar..og þá meina ég allstaðar

Það var hveiti allstaðar..og þá meina ég allstaðar

Við gerðum lítið annað en að leika okkur og baka.

Um daginn buðum við í mat. Í matinn var læri frá New Zeeland og hangikjöt frá Íslandi. Það var frábært og komu þau Jón og Þórdís, með þeim Lára Huld og Ásta Hlín og svo var Siggi vinur vor líka. Við erum ástfangin af þeim öllum.  Þetta er s.s Siggi

Um daginn buðum við í mat. Í matinn var læri frá New Zeeland og hangikjöt frá Íslandi. Það var frábært og komu þau Jón og Þórdís, með þeim Lára Huld og Ásta Hlín og svo var Siggi vinur vor líka. Við erum ástfangin af þeim öllum. Þetta er s.s Siggi

Krakkarnir elda matinn

Krakkarnir elda matinn

Heimilis aðstæður hafa breyst. Nú þegar Bóndi er farinn að vinna skyndilega þá þarf ég að voga mér í eldhúsið, nema planið sé að megra börnin..það er varla. En svo hugsaði ég “afhverju ætti ég að gera það sem ég get látið aðra gera fyrir mig??” Og niðurstaðan er sú að auðvitað geri ég það ekki og lét því börnin elda..hehe

img_8341

Hmm, skil stundum ekki stærða muninn  á myndunum hér inni. En, ég ákvað að taka myndir á ferð minni í dag. Nú erum við um það bil fyrir átta í morgun á Norrebrogade. Það lítur svosem ekkert út fyrir að vera neitt drápshverfi, þó það breytist í það að kvöldi til. Þarna til vinstri á myndinni, s.s hinum megin við götuna gistir kona í innganginum á kirkjunni. Hún er með deleríum tremens á háu stigi og hefur skammað okkur sem komum hjólandi og urðum að stoppa á rauðu ljósi..ekki veit ég fyrir hvað en það var eitthvað for sure.  Hef að vísu ekki séð kellu síðan í janúar, kannski hún sé búin að fá sér pent house íbúð í fínni hluta borgarinnar. Á þessum gatnamótum stjórna börn umferðinni. Já það er dagsatt, ef þú rýnir í myndina til hægri þá sérðu vestisklædda stelpu sem síðar stökk fyrir hjólagötuna og baðaði út öllum öngum svo við færum ekki yfir á rauða ljósinu. Held þetta sé skólaverkefni, þau voru þarna líka í haust.

Norrebro Station

Norrebro Station

Já, þetta er hin, að mér finnst, ósjarmerandi norrebro station…lyftan þar er ekki skárri en aðrar lestarlyftur í bænum. Nú erum við alveg að verða komin í skólan..enda ég orðin veeeel sveitt.

img_8346

Ég held að Aldís sé annaðhvort að vinna í þessu húsi eða húsi alveg þarna rétt hjá. Ég tók mynd eiginlega bara í áttina að götunni sem ég veit að vinnan hennar er… hef ekki komið þangað, en þetta er við sömu götu og skólinn minn, eða sko, hennar vinna er í hliðargötu af götunni sem skólinn minn er við..skilið?

img_8347

Skólinn minn. Fullt af hjólastöndum auðvitað. Þeir eru tómir því klukkan er jú bara 8:00. Þeir fyllast um 9.

img_8349

Það mætti halda að ég væri að klífa Everest en ekki hjóla í skólann. Þarna er ég komin alla leið, búin að vera held ég 40 mín á leiðinni. Enn sveittari en við gatna mótin áðan og búin að tárast svo á ferðinni að ég var hrædd um að fólk færi að bjóða mér aðstoð á rauðum ljósum, eða vasaklút. Svo þornuðu sölt tárin auðvitað og áður en ég fer inn verð ég að skúra undan neðri augnlokum hvítar rákirnar. Smart.

img_8350

Þetta tré er þakið jólaseríum. Það er flott þegar það er kveikt á þeim, en ef þú rýnir þá er alveg mega mikið af ljósum. Þeir voru án gríns í 2 vikur að bisa við að setja jólaseríur í öll trén. Ég vona þeirra vegna að þetta verði bara látið vera þar til næstu jól.

img_8351

Og inn ganginn. Mín stofa er við endann..sést ekki einusinni í hana héðan.

img_8352

Matsalurinn, eða matsalan kannski. Þarna er hægt að kaupa rándýran ógeðis mat sem hefur verið sá sami og síðan ég byrjaði. Kennarar hafa meira að segja talað um í tímum að þarna sé hægt að næla sér í væna skitu….veeeel útþynnta. Annars situr Lucas vinur minn þarna við gluggann. Hann er ljósmyndari og á súpers stóra myndavél. Honum fannst mín vera fyndin, sú minni þá, sem er bara 3.2 pixlar og ég held að síminn minn sé með betri upplausn..hehe

img_8353

Við höldum áfram, þarna er föstudags barinn. Hann er notaður títt af vinkonu minni frá Nýja Sjálandi..æði margar sögur um hvað það var vei of kúl að vera þarna. Því miður get ég ekki fengið mig til að trúa því..kannski er ég orðin of gömul, reyndar er hún alveg 3 árum eldri en ég. Auðvitað finnst mér gaman að djamma það er ekki það, þetta er bara ekki minn bolli af te. Ekki heldur einhver væmniskvöld yfir einhverju ógeði..Djöstin Timberleik eða neitt og engu hvað það heitir..boy bands tónlist – ég vill auðvitað alvöru djamm þar til undir morgun, en það verður líka þá að vera skemmtó..öö..farin að rugla aðeins hér…höldum áfram:

img_8355

Garðurinn þar sem fólk getur reykt. Þarna förum við líka í sólbað þegar sá tími kemur. ..sem er ekki langt undan ef marka má veðrið í dag..mmm

img_8357

Við erum stödd í geimnum. Allar stofurnar heita eftir stjörnum. Fyrstu önnina var ég í Jupiter en aðra og núna þriðju á Merkúr. Þetta er voðalega lítil stofa og loftið þar inni er svo þykkt að mætti skera oft á tíðum.

img_8358

Fullt af tölvum. Ég hef vanið setur mínar við borðið nær oss á myndinni. Þarna skín sólin fallega inn ekki rétt? Við erum alltaf mætt tvö fyrst. Hann er alltaf kominn á undan mér og talar á tyrknesku held ég í símann. Ég gæti haldið að hann gisti þarna.. ég hef mætt nokkrar mínútur í 8 þó skólinn opinberlega opni ekki fyrr en kl 8..og hann er samt kominn.

img_8359

Og fólk fer að týnast inn. Þarna er hinn Íslendingurinn Borgar ..ég veit reyndar ekki alveg afhverju ég kalla hann hinn Íslendinginn lengur ..við erum orðin fjögur.

img_8360

Við Borgar og svo Freyr og Malene, sem er dönsk, erum saman í hóp núna. Í augnablikinu erum við að útbúa gagnagrunna. Þau eru mjög niðursokkin í að skipuleggja það sem á að færast í gagnagrunninn..ég lufsaðist með. Reyndi að muna eitt og eitt orð og segja það þegar ég hélt það ætti við, en þess á milli hugsaði ég bara um eitthvað annað. ..

img_8361

Þarna er vinkonan frá New Zeeland og hópmeðlimur hennar Travis frá Ástralíu. Þau eru að gera verkefni um hátíð þar sem tónlist frá þessum tveimur löndum er “borin fram”. Við erum að gera verkefni um Nörd..það er að segja það á að vera hátíð þar sem Science Fiction, Fantasy, Comics og eitthvað fleira á að vera í brennidepli. Ekki alveg mitt..ég hef ekki verið áhugasöm um neitt af þessu og kýs að líta á þetta sem æfingu í að gera verkefni sem ég veit ekkert um og hef ekki ímyndunarafl í..

Héðan brunum við niður á Íslandsbryggju. Það tók bara 25 mínútur, enda þaut ég eins og vindurinn.

img_8362

Foreldra viðtal hjá Sunnevu. Hún ku hafa “flytted sig” alveg geipilega mikið. Það var gríðarlegur munur sem sagt á fyrra viðtali í haust og núna. Hún skoraði í A flokk í öllum prófum sem fyrir hana voru lögð nema einu, hún gat ekki munað hvaða bókstafi hún kunni.. Hún gerði myndina sem er efst í horninu. Þau áttu að gera mynd um hamingju.

Það munaði minnstu að ég hefði vætt mig þegar kennarinn sagði mér frá því að hún hafði sagt við Sunnu einn daginn “Sunneva, einbeittu þér” og hún sagði “..jáhhh, ég er að skrifa niður það sem þú segir…” – og þegar hinn kennarinn (sem er reyndar móðir í Gumma bekk) sagði mér að hún hefði þurft að reka hana inn í dag úr frímínútum til að klæða sig, þar sem hún lá í sólbaði á nærfötunum einum fata.. hvað segiði, vitiði ennþá hvaðan hún kemur?

img_8366

img_8367

img_8368

Og svo var haldið yfir á frítíðs þar sem allir tengdir okkur voru sóttir. AB og BMO flúðu af landi brott og tókum við þessvegna H með okkur. Þeim fannst það ekki leiðinlegt enda er suðað um það á hverjum degi.

Fleira er ekki í fréttum í dag. Við endum á að hjóla heim auðvitað, 3 stór börn í Christiania hljólinu sem veinaði af sársauka að ég held og einn glaður tappi aftan á hjólinu mínu. Hann var jú på arbejde i Børnehaven. Hann spurði sínu fegursta í morgun hvort við ættum ekki bara að vinna heima í dag..