n893245025_5557503_9647

Á mánudaginn átti mágur minn Hinnik-i afmæli. Hannvarð einu ári nær þrítugs…það eru bara verri fréttir fyrir okkur hin, úff. Hann er sem sagt faðir hinna barnanna minna, já hinna barnanna, ég get víst ekki lengur sagt með 100% vissu að þau séu hinar dætur mínar, því við vitum jú ekkert hvað kemur undan þeim næst..það kemur í ljós í ágúst var það ekki?

Og því ég hef haft svona gaman af því að setja myndir af fólki hér inn þegar það á afmæli og á ekki fullt af þeim af Hinnik-i þá fór ég á Google sem og eins og 3000 sinnum á dag að “gúglaði” Hinrik Þór Oliversson. Upp kom meðal annars þessi mynd:
eh

Ekki veit ég almennilega hvað Hinrik og Nina Person eiga sameiginlegt.. er eitthvað sem þú vilt segja okkur Hinrik? er hún hinn illi tvíburi þinn eða hvað?

Og svo fann ég þessa bráðfyndnu:

n832531459_1259648_4471

Úr mjööög svo skemmtilegri bústaðarferð um vor 2007? eða hvenær var það eiginlega.

En allavegana, til lukku með afmælið á mánudaginn.

Hér heldur sólin bara áfram að glenna sig. Það hefur orðið til þess að ég fann hjá mér þörf til að græja svalirnar eftir veturinn..og sendi póst til leigusalans til að vita hvernig maður sér um trégólfið á svölunum. Svarið var einfalt, tréð sér um sig sjálft. Húrra fyrir því. Næsta skref er að hreinsa úr pottum ræktunarstöðvar Félagsbúsins og sá í þá uppá nýtt. Það er samt byrjað að vaxa steinseljan aftur og graslaukurinn.

Húúúúrrrreyyyy