Stjörnuhekl

Stjörnuhekl, það er það heitasta í dag, svo segir internetið alla vegana. Þessvegna hef ég tekið uppá því að búa til leiðbeiningarpóst um hvernig á að henda saman tusku, teppi já eða hverju sem er með stjörnuhekli. Eða þetta er ein útgáfa af stjörnu hekli.

Uppskriftin

Lykkjur í mynstrinu:

kl = keðjulykkja
ll = loftlykkja
fp = fastapinni (sumstaðar kallað fastalykkja)
hst = stuðull

Hekla ll í margfeldinu 2 + 1 þar til óskaðri lengd er náð. Þ.e upphafs loftlykkjukeðjan  endar á sléttri tölu og svo ein lykkja, sem er snúningslykkja.

Upphafsumferð: draga upp lykkju í gegnum aðra lykkju frá nál, draga upp lykkju í gegnum næstu fjórar ll (6 lykkjur á nál), kl (þetta gerir miðjuna á stjörnunni), *draga upp band í miðjunni, draga upp band í aftari legginn/lykkjuna á síðastu lykkju stjörnunnar á undan, draga upp band í sömu ll (á loftlykkjukeðjunni) og síðasta lykkja síðustu stjörnu er í og draga upp band í næstu tveimur ll (6 lykkjur á nál), sækja bandið og draga í gegnum allar lykkjur á nál*, endurtaka frá *-* út umferð, hst í síðustu ll.

1. umferð: 1 ll, 1 fp í  fyrsta hst, 1 fp í miðju næstu stjörnu, *2 fp í miðju næstu stjörnu*, endurtaka *-* út umf, 1 fp í ll síðustu umferðar.

2. umferð: 2 ll, draga upp lykku í gegnum fremri lykkju á fyrstu ll, draga upp band í aftari lykkju á fyrstu ll (s.s tvisvar í gegnum sömu lykkjuna), draga upp lykkju í gegnum næstu þrjá hst (6 lykkjur á nálinni), sækja bandið og draga í gegnum allar lykkjur á nálinni, kl (fyrsta stjarnan komin),  *draga upp band í miðjunni, draga upp band í aftari legginn/lykkjuna á síðastu lykkju stjörnunnar á undan, draga upp band í sömu ll (á loftlykkjukeðjunni) og síðasta lykkja síðustu stjörnu er í og draga upp band í næstu tveimur ll (6 lykkjur á nál), sækja bandið og draga í gegnum allar lykkjur á nál*, endurtaka frá *-* út umferð, hst í síðustu ll.

Endurtaka umferð 1 og 2.

Ganga frá endum.

Kantur: Frjáls aðferð :)

Skýringamyndir

Myndirnar eru ögn óskýrar.. vonandi er hægt að nota þær samt. Verð að nota betri myndavélina næst.

Byrja á að draga band í gegnum aðra lykkju frá heklunál, þar sem saumnálin mín er :)

Byrja á að draga band í gegnum aðra lykkju frá heklunál, þar sem saumnálin mín er :)

Draga síðan upp band í næstu 4 ll, enda með 6 lykkjur á nál.

Draga síðan upp band í næstu 4 ll, enda með 6 lykkjur á nál.

Sækja bandið og draga í gegnum allar sex lykkjur á nálinni.

Sækja bandið og draga í gegnum allar sex lykkjur á nálinni.

Loka fyrstu stjörnunni með kl og búa þar með til miðjuna á stjörnunni.

Loka fyrstu stjörnunni með kl og búa þar með til miðjuna á stjörnunni, saumnálin bendir á miðjuna.

Næsta stjarna: Draga upp band í gegnum miðjuna á fyrri stjörnu.

Næsta stjarna: Draga upp band í gegnum miðjuna á fyrri stjörnu.

Næst er dregið band í gegnum legginn á síðustu lykkju fyrri stjörnu.

Næst er dregið band í gegnum legginn á síðustu lykkju fyrri stjörnu. Örin sýnir hvar.

Þarna er búið að draga upp band í gegnum legginn á síðustu lykkju fyrri stjörnu.

Þarna er búið að draga upp band í gegnum legginn á síðustu lykkju fyrri stjörnu.

Svo draga upp band í sömu ll og síðasta lykkja fyrri stjörnu er í.

Svo draga upp band í sömu ll og síðasta lykkja fyrri stjörnu er í.

Draga upp band í næstu tveimur ll = 6 lykkjur á nálinni.

Draga upp band í næstu tveimur ll = 6 lykkjur á nálinni.

Sækja bandið og draga í gegnum allar lykkjur á nálinni, stjarna númer tvö komin á bandið.

Sækja bandið og draga í gegnum allar lykkjur á nálinni, kl og stjarna númer tvö komin á bandið.

Þegar búið er að endurtaka stjörnu gerðina út umferðina, enda á hst.

Þegar búið er að endurtaka stjörnu gerðina út umferðina, enda á hst.

Til að byrja næstu umferð, ll og svo fp í hst fyrri umf, svo fp í miðju fyrstu stjörnunnar í umferðinni á undan.

Til að byrja næstu umferð, ll og svo fp í hst fyrri umf, svo fp í miðju fyrstu stjörnunnar í umferðinni á undan.

Kannski flókið að sýna á mynd, en þarna er mín tilraun til að sýna að það á að draga band í gegnum fremri lykkjuna (þar sem saumnálin er) og svo í gegnum sömu lykkju nema aftara bandið.

Kannski flókið að sýna á mynd, en þarna er mín tilraun til að sýna að það á að draga band í gegnum fremri lykkjuna (þar sem saumnálin er) og svo í gegnum sömu lykkju nema aftara bandið.

Lítur sirka svona út þegar búið er að draga tvisvar upp band í gegnum sömu ll í byrjun stjörnu umferðar.

Lítur sirka svona út þegar búið er að draga tvisvar upp band í gegnum sömu ll í byrjun stjörnu umferðar. Svo er dregið upp band í fyrsta, öðrum og þriðja fp síðustu umferðar og haldið áfram að gera stjörnur þar til enda umf. er náð.

Ég gerði síðan tusku úr þessu stjörnuhekli. Á hér til nokkuð af afgöngum af Mandarin Classic og nál nr. 4 sem mér finnst passa mjög vel í tuskur. Ég gerði ekki kannt á tuskuna, bleiki kláraðist og mér fannst hvorki töff né kúl að hafa annan lit í fasta pinnum í kring, það kom ekki vel út. Ef ég myndi setja kannt, myndi ég alltaf setja fastapinna í kring í sama lit og tuskan og gera svo einhverjar krúsídúllur.

Þetta má síðan auðvitað nota í hvað sem er, þarf ekki að vera tuska, getur verið teppi, eða hvað eina.