Köflótt hekl

Veit ekki alveg um nafngiftina.. köflótt. En þar til mér dettur eitthvað annað í hug, eða einhver bendir mér á að þetta heiti þegar eitthvað sérstakt, heitir þetta köflótt hekl.

*Uppfært 02.12.13 Þetta heitir uppá ensku block stitch. ..blokk spor, blokkar spor, kubba spor..?

tilbuin-tuska

Uppskriftin

Lykkjur í mynstrinu:

kl = keðjulykkja
ll = loftlykkja
fp = fastapinni (sumstaðar kallað fastalykkja)
st = stuðull
ll-bil = loftlykkju bil

Hekla ll í margfeldinu 3 + 1 þar til óskaðri lengd er náð. Þ.e hekla t.d 10 x 3 ll = 30 + 1 = 31 lykkja.

Upphafsumferð: 3 st ( köllum þetta stuðlaþyrpingu ) í 5. ll frá nál, * sleppa 2 ll, 3 st í næstu ll.* Endurtaka frá * – * út umferðina, enda með 1 st í síðustu ll. Snúa. Skipta um lit.

1. umferð: 1 ll, 1 fp í  fyrsta st, 1 fp í bilið milli fyrsta st og næstu stuðlaþyrpingar, * 2 ll, 2 fp í bilið milli næstu stuðlaþyrpingar *, endurtaka frá * – *. Enda á 2 fp í bilið milli síðustu stuðlaþyrpingar og st. Snúa. Skipta um lit.

2. umferð: 3 ll, 3 st í næsta ll-bil út umferðina, enda með 1 st í síðasta fp fyrri umferðar.

Endurtaka umferð 1 og 2.

Ganga frá endum.

Kantur: fp allan hringinn, gjarnan 1 fp, 1 ll, 1 fp í hornum.

Skíringamyndir

Hekluð tuska uppskrift

Í 1. umferð: 1 ll, 1 fp í fyrsta st, 1 fp í bilið milli fyrsta st og næstu stuðlaþyrpingar

Hekl

fp koma utan um bandið á milli stuðlaþyrpinganna (3 st) og st koma utan um lykkjurnar í ll-bilunum

Í þessa tusku notaði ég nál nr. 4 og Mandarin Classic bómull,  army grænan og ljós bleikan, finnst það koma vel út.