IMG_1408

 

Hér er s.s vinur minn á kanalnum. Þessi hefur gert sér hreiður úr gömlum stráum, sést betur hér en í vidjóinu sem ég setti inn um daginn :)

IMG_1410

 

Búnglingurinn átti afmæli um daginn, þann 24.apríl og gekk í táningsmannatölu. Hann heitir því Þrettándinn, þar til ég finn eitthvað annað. Það var afmælismorgunmatur að sjálfsögðu og opnaðir nokkrir pakkar. Ég elska þessa morgna. Svo verður haldið uppá daginn þann 15.maí og bekkjarfélugunum boðið.

IMG_1411

 

Pældu í því að vakna með uppsett hárið! Ég er viss um að það gætu fleiri hugsað sér það.

IMG_1412

 

Til dæmis Eiginmaðurinn, en hann vaknar aldeilis ekki með uppsett hárið, hann vaknar með hár í uppnámi.

IMG_1419

 

Þessi færir sig uppá skaftið. Eða uppá uppþvottavélar hurðina. Þetta er uppáhalds hluturinn í allri íbúðinni.

IMG_1422

 

Bræður að loknum afmælisdegi. Svei mér ef þeir hafaekki báðir stækkað svo um munar.

IMG_1429

 

Fórum í göngu við Eiginmaður. Við fórum uppá austurbrú til gamans og vorum að líta í kringum okkur. Lentum inní garðin. Þessi er að slá grasið með sláttuvél í bandi. Hann lét hana síga upp og niður. Nei, þetta nefnilega ekki svona með fjarstýringu, við héldum það fyrst. Hún hangir í reipi !

IMG_1431

 

Og þarna er hrífan. Ég veit það ekki… getur verið að það eigi að draga hrífuna upp og niður?… eða hand raka allan hólinn?.. það vitum við ekki.

IMG_1432

 

Það er svo margt sem mér líkar við þetta land. T.d allir garðarnir sem eru hér inní borginni. Meiriháttar að geta “flúið” borgargnýinn og dottið inní skóg eða garð. Þarna er sennilega verið að ginna fuglana til að halda sig við garðinn. En þeim er gefið á nokkrum stöðum. Flottur matarhús.

IMG_1434

 

Svo fallegt. Og þegar myndin var tekin var bara apríl. Ég er stórlega hrifin af því að það er fyrir löngu löngu orðið bjart á morgnana og allt hífandi grænt, en samt ekki alveg í fullum blóma. OG! Það sumarið á eftir að koma. Ahhhh.

IMG_1435

 

Grænir grasbalar og svanur á sundi. Kíkja aðeins betur á hann.

IMG_1443

 

Mér finnst svanir fallegir. Svo stórir og hvítir og flottir. Þessi var að éta tré.

IMG_1444

 

Var þarna bara einn að dóla sér.

IMG_1448

 

Það voru Ripp, Rapp og Rupp ekki. Þeir voru þrír saman. Sýnist á þessari önd að hún sé með tvo í takinu. Þríburarnir tóku ástfóstri við okkur um leið og við birtumst. Óðu uppúr vatninu til þess að koma til okkar. Héldu náttúrulega að við værum eins og hitt fólkið og værum með eitthvað að snæða. En við erum harðbrjósta og vorum ekki með neitt.

IMG_1454

 

Voru ekkert á því að gefast upp samt. Við röltum áfram rólega og þeir bara fylgdu okkur eftir.

IMG_1455

 

Svo miklir guffar.

IMG_1461

 

Sjitt hvað það var bjart á ströndinni. Nei djók, myndin er bara eitthvað yfirlýst. En við fórum s.s síðustu helgi niður á strönd. Það er búið að vera alveg rosalega gott veður. Ekki alveg þannig að það væri hægt að fara oní sjóinn, sko að mínu mati. Sjórinn verður helst að vera eins og heitapottur ef ég á að fara þar ofaní, ég er svo mikil kuldaskræfa.

IMG_1468

 

Bjútíbína og sólhatturinn.  Henni fannst nú spes að komast í þetta umhverfi.

IMG_1470

 

Vissi ekki alveg hvað hún átti að halda um þennan sand. Sem ég skil ekki alveg, hún hefur verið einstaklega dugleg við að sporðrenna mold úr gróðrarstöðinni á svölunum..

IMG_1481

 

Og það var farið í að búa til síflu. Ég held að þetta sé innbyggt í stráka. Þá að búa til síflur.

IMG_1483

 

Búa til stíflu og fá hjálp frá sér reyndari stíflugerðarmanni. Stelpurófan að vaða.

IMG_1490

 

Ströndin er svo ágæt. Þú tekur efitr að maðurinn fyrir aftan mig er næstum því svartur og bara á brókinni. Þarna var einmitt fullt af fólki berbrjósta og líka fullt af fólki allsbert. Ekki við samt, enda teprur með meiru.

IMG_1492

 

Stuð og písmerki. Það er svo frábært að þegar fólk er ungt, eins og í kringum 11-12 ára og uppúr, þegar þau gera fíbblagang fyrir framan myndavél, að þá kemu písmerki. Svo þegar hún teiknar á blöð þá er teiknað hjarta, písmerkið, LOVE og fleira í þeim dúr. Niðurstaða mín er þessvegna að börn eru að upplagi ástríkir friðarsinnar.

IMG_1536

 

Og þá að gróðararstöðinni. Hér í bala er ég að rækta sallat og prufa að sá sellerí. Selleríið er ekki græna stöngin þarna ofaní heldur er hún hvítlaukur sem ekki var pláss fyrir þar sem ég setti hina. Í pottinum við hliðina á er ég að reyna að fá upp steinselju og eitthvað sem heitir krybende timian… sem ég held, af mynd að dæma sem ég sá á netinu, sé eitthvað í ætt við blóðberg. Það kemur í ljós.

IMG_1537

 

Þarna er ég síðan að reyna að fá upp nokkrar kryddjurtategunrir, spínat byrjað að voga sér uppúr moldinni og svo fremst á myndinni einhvern kínverskan hvítlauksgraslauk… nokkrar pínulitlar jarðaberjaplöntur sem dóu næstum því í flutning og svo myntu. Í hvíta svalakassanum sem ég get ekki hengt upp (því handriðið er breiðara en járnið á kassanum) eru Polka jarðaber. Ég veit ekkert um jarðaber en tegundin heitir Polka og ég hlakka ti að sjá hvort það koma einhver ber.

IMG_1538

 

Þarna í hvíta eru fleiri hvítlaukar. Þar fyrir framan kryddjurtir sem ég keypti í búðinni. Bleiku balarnir hafa jarðaber og síðasti fjólublái balinn hefur grænkál. Þar við hliðina á er ólífutré. Það er skemmtilegt. Kannski koma síðan ólífur á það.. ég bara veit ekki.

IMG_1539

 

Við erum ekki búin sko. Þarna eru m.a. sólberjarunni, rifsberjarunni, bláberjarunni, tómataplöntur, paprikuplöntur og chilli plöntur. Rabbabari sem ég sáði af fræi og verður kannski orðinn stór eftir hundrað ár..hehe. Graslaukur, rósmarín og basilíka (sem er held ég að drepast hjá mér).

IMG_1540Og síðast en ekki síst, þá eru hér sítrónugras, snakkpaprikuplanta (Eiginmaðurinn sleppti sínum innri garðyrkjumanni lausum í Amager planteland..) og svo chilliplanta. Habanero chilliplanta. Og svo herra Lavender.

Ég væri náttúrulega til í að gera tilraun um það hvort að svona svalagarður gæti séð okkur fyrir því sem við þurfum af grænmeti yfir ræktunartímann.. eða árið. En það verður aldrei að veruleika. Ég fengi ekki einusinni árs uppskeru af kartöflum ef ég myndi fylla svalirnar af mold og setja niður.

En ég gæti reynt að sjá okkur fyrir kryddi og kannsi smá parti af berjum (jarðaberjum aðallega) og tómötum. Þetta er spennandi gróðrarstöðvarsumar eins og hin árin. Hef hinsvegar komist að því að ég nenni ekki að rækta frá fræi. Úfff. Amk er ég mjög skúffuð yfir því að hafa keypti fræ hjá einum fræhandlara hér og það var kannski 10% af því sem ég setti niður sem kom upp. Ef þá það. Margar plönturnar þarna keypti ég. Kannski spara ég mér sporin, og fræ peninginn næst og kaupi þetta bara allt. Piss.