Nú þá er afmælishrynunni lokið þetta árið og við bíðum spennt eftir að fá að eiga afmæli aftur á næsta ári. Bjútíbína og Eiginmaðurinn áttu afmæli þann 15. júlí, svona fyrir þá sem ekki vita, við hjónakornin eigum brúðkaupsafmæli þann 16.júlí, eiginlega eigum við sambands afmæli þá líka. Það er leðurbrúðkaupsafmæli.. við klæddumst þessvegna leðri allan 16.júlí. Eða ekki. Eða við vorum í leðri, bara voru eigin húðleðri. Annars var hann bara að vinna. Kannski var hann allur í leðri þar, eða kannski bara löður heitt því það er algjör steik?.. jæja, nú hættir þú !

Ég átti síðan afmæli 17.júlí. Það var ánægjulegur dagur. Bara ósköp venjulegur fyrir utan allar kveðjurnar sem ég fékk á Fésbókinni. Ég er að segja það. Ef ekki væri fyrir Fésið, þá hefði ég bara fengið eina afmæliskveðju, bara frá  honum pabba mínum. Þá hefði nú verið auðvelt að halda að manni hefði verið gleymt. En mér var ekki gleymt.

Í tilefni af þessu og þeirri staðreynd að mig langar svo mikið í saumavél að ég tók þátt í svona internetleik þar sem ég átti að svara spurningum og vera mögulega dregin út sem vinningshafi af saumavél og nú er tölvupóstfangið mitt fullt af einhverju ándskotans ruslpósti, hef ég ákveðið að gera eins og börnin og safna mér fyrir vél, spara afmælispeninginn. Ég er komin með 859 krónur. Vélin kostar 3700. saumavel

Ég byrja alltaf að hugsa svakalega mikið í kringum þessa daga þegar ég á afmæli. Sum árin hef ég orðin rosa vænisjúk og haldið því fram að afrekin væru svo fá og ég samt svona gömul að ég væri eiginlega bara mannkyninu til skammar.

Ég vil halda því fram að ég muni ekki minn fífil fegurri. Þ.e ég hef ekki haft það betra en akkúrat núna og það finnst mér auðvitað meirihátta og klikkað og geggjað. Reikna með að halda áfram að gera það sem gerir mig og okkur hamingjusöm þó aðferðina sé ekki að finna í bók eða blaði eða eftir uppskrift af lífi annarra.

Í hitanum yfir síðustu daga höfum við svo verið að bögglast við eitt og annað. Ég sótti Fagra og Sprengjuna á völlinn á brúðkaupsafmælisdaginn. Mikil lifandis ósköp er gott að þau eru komin heim.