Nú þá er afmælishrynunni lokið þetta árið og við bíðum spennt eftir að fá að eiga afmæli aftur á næsta ári. Bjútíbína og Eiginmaðurinn áttu afmæli þann 15. júlí, svona fyrir þá sem ekki vita, við hjónakornin eigum brúðkaupsafmæli þann 16.júlí, eiginlega eigum við sambands afmæli þá líka. Það er leðurbrúðkaupsafmæli.. við klæddumst þessvegna leðri allan 16.júlí. Eða ekki. Eða við vorum í leðri, bara voru eigin húðleðri. Annars var hann bara að vinna. Kannski var hann allur í leðri þar, eða kannski bara löður heitt því það er algjör steik?.. jæja, nú hættir þú !
Ég átti síðan afmæli 17.júlí. Það var ánægjulegur dagur. Bara ósköp venjulegur fyrir utan allar kveðjurnar sem ég fékk á Fésbókinni. Ég er að segja það. Ef ekki væri fyrir Fésið, þá hefði ég bara fengið eina afmæliskveðju, bara frá honum pabba mínum. Þá hefði nú verið auðvelt að halda að manni hefði verið gleymt. En mér var ekki gleymt.
Í tilefni af þessu og þeirri staðreynd að mig langar svo mikið í saumavél að ég tók þátt í svona internetleik þar sem ég átti að svara spurningum og vera mögulega dregin út sem vinningshafi af saumavél og nú er tölvupóstfangið mitt fullt af einhverju ándskotans ruslpósti, hef ég ákveðið að gera eins og börnin og safna mér fyrir vél, spara afmælispeninginn. Ég er komin með 859 krónur. Vélin kostar 3700.
Ég byrja alltaf að hugsa svakalega mikið í kringum þessa daga þegar ég á afmæli. Sum árin hef ég orðin rosa vænisjúk og haldið því fram að afrekin væru svo fá og ég samt svona gömul að ég væri eiginlega bara mannkyninu til skammar.
Ég vil halda því fram að ég muni ekki minn fífil fegurri. Þ.e ég hef ekki haft það betra en akkúrat núna og það finnst mér auðvitað meirihátta og klikkað og geggjað. Reikna með að halda áfram að gera það sem gerir mig og okkur hamingjusöm þó aðferðina sé ekki að finna í bók eða blaði eða eftir uppskrift af lífi annarra.
Í hitanum yfir síðustu daga höfum við svo verið að bögglast við eitt og annað. Ég sótti Fagra og Sprengjuna á völlinn á brúðkaupsafmælisdaginn. Mikil lifandis ósköp er gott að þau eru komin heim.
- Langir skuggar á ferðinni síðdegis
- Bjútíbína fékk ís í fyrsta skipti. Það þótti henni ekki leiðinlegt.
- Svo sæt og dásamleg
- Við í Köben höfum alltaf lampa úti, svo við sjáum eitthvað
- Leit frá eitt augnablikið (ég meina sko ég blikkaði augunum) og þá var hún komin uppá stól og í tölvuna..
- .. borða. Mínir dagar meðan enginn annar var heima einkenndust svolítið af bara mér og henni. Tær uppúr stól.
- Í sturtu. Svolítið blautt..
- .. sofa í sófanum, hún notar ennþá ekki snuð og sefur mega laust, maður má ekki reka við þá er hún rokin upp
- Ég prjónaði tvö pör af sokkum á met tíma. Þetta er annað parið.
- Ég er líka að hekla hitt og þetta. T.d þessa mottu.
- Það kom afmælisgjöf með í ferðatöskunum frá Íslandi.
- Hún fékk aðstoð við að opna og er búin að vera mega spennt yfir bókinni..
- Við fórum líka í búð og skildum hana bara eftir í teppunum á meðan við versluðum..
- Standa. Jámm, hún verður farin að ganga hér innan skamms. Steingleymdi að halda sér í.
- Með bókina góðu undir borði sem hér er.
- Þetta finnst okkur Sprengju vera skemmtilegt. Taka mynd í loftinu.
- Í þessum ótrúlega steikjandi hita fórum við svo á ströndina í gær. Það var hreint og beint æði.
- Bína var klædd í sundbol þó hún væri ekkert mikið að fara í sjóinn
- Hana langaði samt pottþétt að fara þangað. Þorðum ekki annað í sólinni en að klæða hana í bol yfir sundbol..hehe
- Heima á svölunum. Stal tómat af tómatatrénu og fannst hann bara frábær.
- Við vorum í svolitlum veisluhöldum yfir öllum afmælunum í gær og fórum út að borða.
- Við borðuðum bókstaflega úti. Það var æði.
- Feðgin að fjolla.
- Afþví að hún er afkæmi drottningarinnar og hún veit það, þá er hún bara uppá borði.
Það er skelfilega gaman að fá að fylgjast með ykkur. Þvílikt sem þú átt yndislega falleg börn :) Ég er ekki lítið að spá í því hvað það væri gaman að flytja aftur til Köben en það verður víst að bíða í allavega 2 ár. Ég fæ að lifa danska drauminn í gegnum bloggið þitt þangað til :)
Til hamingju með öll afmælin og gangi þér vel með saumavélasöfnunina! Ég keypti mína saumavél í köben fyrir rúmum 4 árum og sé sko alls ekki eftir því!! :)
Bið að heilsa sólinni!
kv. Kristjana