allar-tuskurnar-minar

Það hefur aldeilis safnast saman í tuskusafnið mitt af fallegum borðtuskum. Nokkrar hef ég gert sjálf, aðrar fékk ég að gjöf frá mömmu minni og enn eina fékk ég í pósti nú fyrir skemmstu frá henni ömmu minni sem er hvorki meira né minna en 91 árs. Flestar eru heklaðar en þær sem mamma gaf mér eru prjónaðar. T.d þessi efsta á myndinni. Meirihátta sæt.

Það er mikið tuskuæði í gangi. Persónulega finnst mér það æðislegt.  Að hekla eða prjóna tusku er fljótlegt, heppileg leið til að nýta garn afgangana, góð aðferð til að æfa sig í nýjum hekl- eða prjónasporum og fyrir utan allt þetta þá verða heimilisverkin rétt aðeins skemmtilegri og eldhúsið fallegra.

Hér á síðunni eru nokkrar leiðbeiningar að hvernig hægt er að hekla tuskur í ákveðnum hekl sporum, það eru stjörnu-skelja hekl, stjörnuhekl og svo tuska í því sem heitir uppá ensku block-stitch og ég hef ekki grafið upp rétt íslenskt heiti yfir, ef það er þá til.

Og hér er síðan smá listi yfir uppskriftir af tuskum: