Stjörnu-skeljahekl

Lykkjur í mynstrinu.

kl = keðjulykkja
ll = loftlykkja
fp = fastapinni (sumstaðar kallað fastalykkja)
st = stuðull
ll-bil = loftlykkju bil
Sth3. = Stuðlahópur, hér 3 st saman. Hekla 3 opna stuðla, einn í hvern st fyrri umferðar, og draga svo bandið í gegnum allar lykkjur á nálinni.
Sth6 = Stuðlahópur, hér 6 saman. Hekla 6 opna stuðla, einn í hvern st fyrri umferðar og draga svo bandið í gegnum allar lykkjur á nálinni. Sleppa fp í miðjunni.

Til þess að byrja stykkið, hvort það er teppi eða tuska eins og í þessum leiðbeiningum heklið þá ll í margfeldinu 8 og bætið einni lykkju við. Td. 8 x 10 = 80 + 1 = 81 lykkja.

Byrjunar umferð:

[3 st, 1 ll, 3 st] í 5. ll frá nál, sleppa 3 kl, fp í næstu ll, *sleppa 3 kl, [3 st, 1 ll, 3 st] í næstu ll, sleppa 3 ll, fp í næstu ll *. Endurtaka frá * – * út umferðina, snúa.

1. Umferð: 3 ll, sleppa fyrsta fp, Sth3 yfir næstu þrjá st, * 7 ll, sleppa 1 ll, St6.h yfir 6 næstu st, (muna að sleppa fp í miðju)* endurtaka frá * – *, enda með að gera 7 ll, sleppa fp, St3.h yfir næstu þrjá st, st í fyrstu ll (af  ll fyrri umferðar), snúa.

2. Umferð: 3 ll, sleppa fyrsta st, 3 st í toppinn á Sth3, * fp utan um loftlykkjuröðina, í næsta ll-bil þar síðustu umferðar, [ 3 st, 1 ll, 3 st ] í toppinn á Sth6* -endurtaka frá * – *. Enda með að gera fp utan um loftlykkjuröðina, í næsta ll-bil þar síðustu umferðar, 3 st í toppinn á Sth3, st í efstu ll , snúa.

3. Umferð: 4 ll, sleppa fyrsta st, * Sth6 yfir næstu 6 st (sleppa fp í miðju), 7 ll, sleppa ll *. Endurtaka frá * – *. Enda með að gera Sth6, 3 ll, fp í efstu ll, snúa.

4. Umferð: 4 ll, sleppa fyrsta * [ 3 st, 1 ll, 3 st ] í toppinn á næsta Sth6, fp utan um loftlykkjuröðina, í næsta ll-bil þar síðustu umferðar *. Endurtaka frá * – * . Enda með að gera  [ 3 st, 1 ll, 3 st ] í toppinn á Sth6, fp í fyrstu ll (af 4 ll fyrri umferðar).

Endurtaka umferð 1 – 4 þar til lengd er náð.

Kantur: fp allan hringinn tvisvar.

Með myndskýringum :)


Byrjunar umferð: [3 st, 1 ll, 3 st] í 5. kl frá nál, sleppa 3 kl, fp í næstu kl, *sleppa 3 kl, [3 st, 1 ll, 3 st] í næstu kl, sleppa 3 kl, fp í næstu kl *. Endurtaka frá * – * út umferðina, snúa.

Hekl

[3 st, 1 ll, 3 st] í 5. kl frá nál

Hekl

sleppa 3 kl, fp í næstu kl

Hekl

Endurtekið frá * – * út umferðina.

Ath: ef vill skipta um lit þá er t.d hægt að gera það svona: 

Hekl, skipt um lit

Áður en bandið er dregið gegnum síðasta fp, skipta um lit og draga þann lit í gegn.

1. Umferð: 3 ll, sleppa fyrsta fp, Sth3 yfir næstu þrjá st, * 7 ll, sleppa 1 ll, St6.h yfir 6 næstu st, (muna að sleppa fp í miðju)* endurtaka frá * – *, enda með að gera 7 ll, sleppa fp, St3.h yfir næstu þrjá st, st í fyrstu ll (af  ll fyrri umferðar), snúa.

Hekl

3 ll, sleppa fyrsta fp, Sth3 yfir næstu þrjá st. Hér eru þrír opnir stuðlar á nálinni. Hver st er heklaður í st fyrri umferðar.

Hekl

Til þess að klára Sth3 er bandið dregið í gegnum alla þrjá opnu stuðlana

Hekl

7 ll heklaðar, hoppað yfir ll fyrri umferðar og svo haldið áfram

Hekl

Sth6: sex st heklaðir opnir í næstu 6 st fyrri umferðar. fp í miðjunni sleppt.

Hekl

Bandið dregið í gegnum alla 6 opnu stuðlana til þess að klára sporið Sth6

Hekl

Búið að hekla alla fyrstu umferð. Síðasti st fer í fyrstu ll fyrri umferðar.

2. Umferð: 3 ll, sleppa fyrsta st, 3 st í toppinn á Sth3, * fp utan um loftlykkjuröðina, í næsta ll-bil þar síðustu umferðar, [ 3 st, 1 ll, 3 st ] í toppinn á Sth6* -endurtaka frá * – *. Enda með að gera fp utan um loftlykkjuröðina, í næsta ll-bil þar síðustu umferðar, 3 st í toppinn á Sth3, st í efstu ll , snúa.

Hekl

3 ll, sleppa fyrsta st, 3 st í toppinn á Sth3 fyrri umferðar

Hekl

fp utan um loftlykkjuröðina, í næsta ll-bil þar síðustu umferðar

Hekl

3 st í toppinn á Sth3

Hekl

Loka umferð með því að gera st í 3. ll síðustu umferðar

Uppistaðan í mynstrinu er  upplýst í umferð 1 og 2, aðeins upphaf og endir umferða eru mismunandi.

3. Umferð:

Upphaf 3. umf. 4 ll og Sth6

Upphaf 3. umf. 4 ll og Sth6

Hekl

Enda 3.umf. með að gera Sth6, 3 ll, fp í efstu ll, snúa

4. umferð

Hekl

Enda með að gera [ 3 st, 1 ll, 3 st ] í toppinn á Sth6, fp í fyrstu ll (af 4 ll fyrri umferðar)

Tuskan þvegin og lögð til. Get ekki ákveðið hinsvegar hvort ég vil nota þetta stykki sem tusku eða bara þvottapoka.

tuskan-tilbuin

Í stykkið notaði ég nál nr. 4 og Mandarin Classic bómull.  Ég hef gert teppi með stjörnuhekli og þar notaði ég líka nál nr. 4 og svo kambgarn.