tulipanar-fra-hlif-fraenku

Ég  fékk blóm um daginn! Það er nú saga til næsta bæjar. Ég hef ekki fengið blóm í háa herrans. Síðast sennilega þegar ég átti Örnu, en þar á undan, bara svona af hversdagslegu tilefni, man ég bara ekki hvenær var. Fallegir túlípanar frá frænku minni Hlíf sem kom í heimsókn hingað á Freyjugötuna.

Talandi um Freyjugötuna. Dvölin hér fer að styttast og eins og okkur grunaði þá lendum við í 4 nátta heimilisleysi í enda mánaðar. Jú, því daninn er svo skipulagður eða þannig. Leigir út íbúð frá 1.feb en við getum ekki fengið lyklana fyrr en 3.jan, því þá er mánudagur. Ég er samt búin að redda því. Fór á síðu sem heitir Airbnb.com en þar er hægt að finna bara venjulegar íbúðir til að gista í. Frábært fyrir mig og frábært þegar fólk er á ferðinni. Íbúðir útum alla veröld og herbergi.

Þarna leitaði ég s.s að íbúð sem ætti að geta borið okkur öll og væri helst nálægt þar sem við komum til með að búa. Það er alveg meira en að segja það að vera með smábarn í barnavagni að ferðast í strætó og metró oft á dag til að koma lýðnum í skóla og svo eru þau öll komin í íþróttir. Fagri er byrjaður í karate, Búnglingurinn fór í sinn fótbolta og Sprengjan fær að fara í fimleikana. Dásamlegt, ferlega ánægð með það.

Að íbúðinni sem ég fann! Brandari ársins er að hún er í sama húsi og við komum til með að búa í! Tryllt!

kvoldkaffiÍ eirðarleysinu sem einkennt hefur dvöl okkar hingað til, þá á meðan krakkar eru ekki byrjuð í skóla, Búnglingur fór í morgun og ég hef bara ekki heyrt í kennaranum hennar Sprengju svo ég veit ekki hvenær það er meiningin að hún eigi að mæta, s.s í eirðarleysinu já og kuldanum sem hér er akkúrat núna, þá er ekki úr vegi að skreyta túlípanana með ávöxtum og pönnukökum, líka þó það sé kl. 23 um kvöld, jahú.

samlokurOg þegar ég var búin að fá samviskubit dauðans yfir hvernig við átum í desember er ég búin að vera að bora hollustunni að. Þessar samlokur fengu börnin og ég í kaffitímanum í gær. Þau orðin svo kexi vön að þau voru alveg ringluð… fengu svo mikla sultu löngun. Á samlokurnar fór smjör, avokadó með smá salti, gúrka, paprika, salat, skinka, ostur, egg og pestó. NAMMI fannst mér!

hekla-dullurTeppið sem ég er að hekla, eða annað þeirra sem er í gangi akkúrat núna. Ég bjó mér til dúllur til að hekla teppi úr. Nokkrar fyrstu fóru í að fínpússa uppskriftina og svo var ég alveg næstum því að fá leið á því strax…rosa úthald, not. En þá ákvað ég að byrja bara á öllu teppinu í einu. Einhverra hluta vegna finnst heilanum í mér það vera meira töff þó að ég sjálf viti auðvitað að það á sennilega eftir að taka jafnlangan tíma að hekla hverja umferð á allar dúllurnar í einu og ef ég hefði klárað ferningana einn af öðrum. En svona er þetta.