2014-08-11 12.42.21Það ER betra að vera undir regnhlíf þegar rignir. Reyndar rignir úti og það vel. Ekki akkúrat núna en í gær og fyrradag.

 

2014-08-18 16.20.14

Í gær fórum við Sprengjan í fyrsta tímann í Musik skolen. Ég ELSKA þetta! Ég dýrka að sitja inní tónskóla og hlusta á hina og þessa tóna flæða útum öll kennsluherbergin. Jazz í einu, píanóglamur í hinu. Sprengjan að rúlla þessu upp í öðru.

Það sem ég fíla við danann og hef alltaf gert er að það er vitað að fólk er á hjóli eða gangandi. Við leigjum enn sem komið er hljóðfæri og ég get sagt ykkur það að það er hægt að hafa trompetinn á bakinu. Bless, bless gamlir risastórir níþungir (nýþungir ?)  kassar sem eru næstum því stærri en eymingjans barnið sem bera á kassann og þeyta svo í lúðurinn.

Sniðugt.

IMG_2213

Áður en rigningin og rokið kom, eða fyrir viku síðan þegar það var ennþá sumar, fórum við í hjólatúr í skóginn sem er ekki Amager Fælled (GASP) heldur skógur sem er hér nær Vest Amager, svaka golfvöllur þar, en við fórum ekki þangað, enda höfum við engan áhuga á golfi. Sjá bara hvað Bína mín er spennt á hjólinu.

IMG_2214

Restin var með. Þau höfðu orð á því hvað það hefði verið langt síðan við fórum öll saman að hjóla. Og það var alveg rétt, það voru um það bil 4 ár síðan. Gott að geta gert það aftur.

IMG_2220

Ha?.. Mega stoltur af hjólinu sínu… elskar hann það meira en mig?

IMG_2227

Svo er víst sumarið bráðum á enda. Allt búið að springa út og er að bera ávöxt. Þessi dúddi þokkalega búinn, en svo flott hvernig hann vefur ystu örmunum utanum kjarnann, eða kjarnana.

IMG_2229

Talandi um ávexti. Hindber eða brómber. Ég hreinlega veit ekki hvort en það er morandi af þessu hér við alla göngustíga. Eplatrén í borginni að svigna undan þugnanum og svo hafa nokkur hundruðir epla dottið á hjólastíga borgarinnar. Ég hafði orð á því við Þrettándann að mér þætti þetta svo flott. Hann hváði.. ónýt  epli?? Það er ekki von að skilji.

IMG_2240

Plómur á plómutré. Fagri sagði að eitthvað fólk í blokkinni væri með plómutré á svölunum sínum og að plómurnar á því tré væru delisssjöss. Hans orð, ekki mín.

IMG_2244

Bláberja runnar við göngustíginn hér við hliðina á húsinu. Alveg krökkt. Ég er viss um að ég gæti lifað af náttúrunni á þessum blessaða göngustíg. Gæti týnt mér ávexti öðru megin og slegist svo í hópinn með kínakonunum og veitt mér til matar hinum megin. Bæði fugl og fisk.

 

IMG_2256

Þetta er ekki hús sem mig langar í. En ég er mjög spennt að vita hvernig viðgerðin endar hjá honum.

 

IMG_2284

Hvað er þarna að gerast? Hví er barnið eins og það sé með uppblásna bleiu? Nýjasta nýtt er að læðast inní herbergið hjá strákunum og stela þaðan dóti.

IMG_2275

Ekkert laumuleg með þetta. Það hringlar heldur ekkert í öllu draslinu sem hún er búin að troða inná sig.

IMG_2279

Við opnuðum samfelluna og út valt.. tjahh, allt dótið hans Fagra og meira til..

IMG_2282

Hún er líka að æfa gang. Þarna er hún að æfa sig í öruggum fótum föður síns. Ætlar hún að skila dótinu sem hún stal?… nei, sennilega ekki.

Hún er samt ábyggilega bara svona viku frá því að vera farin að labba bara.. er alltaf að taka fleiri og fleiri skref. Spennandi.