Það eina sem þig vantar í öllum heiminum eru pottþétt prjónuð kattaeyru fyrir Öskudaginn? Er það ekki? Þá ertu komin/n á réttan stað!

Ég er hérna nefnilega með uppskrift að prjónuðum kattaeyrum og það tekur í mesta lagi klukkara að prjóna, sauma saman og festa við hárspöng. Gæti ekki verið heppilegra og hefði sennilega ekki getað komið sér jafn vel og á fimmtudaginn þegar við hjónin uppgötvuðum að það væri öskudagsgleði (hér í dk heitir þetta að vísu fastelavn, en er það sama) hjá leikskólabarninu daginn eftir.

Prjónuð kattaeyru fyrir öskudagsgleði

Prjónaaðferðir í uppskriftinni:

  • Slétt prjón (sl)
  • Úrtaka: 2 L prjónaðar sl saman

Efni og áhöld:

  • 2 prjónar númer 6*
  • svart kambgarn*
  • nál
  • skæri
  • tróð**
  • hárspöng

*það er hægt að nota hvaða garn sem er og hvaða prjóna sem er. Það þyrfti bara að fjölga eða fækka lykkjum, prjóna helming fram og til baka og taka úr í síðari helming.
** ég átti reyndar ekki tróð, en hafði endana á garninu frekar langa og tróð þeim svo inní, það virkaði. Eldhúspappír mun sennilega líka duga.

 

UPPSKRIFT AÐ KATTAEYRUM

Bakhlið eyrnanna:
Fitjið upp 14 L

Umf. 1-7: prjónið slétt
Umf. 8-14: prjónið sl að tveimur síðustu L, prjónið þær saman, klippið frá

Framhlið eyrnanna:
Fitjið upp 12 L

Umf. 1-6: prjónið slétt
Umf. 7-12: prjónið sl að tveimur síðustu L, prjónið þær saman, klippið frá

Frágangur:
Saumið saman eina bakhlið og eina framhlið saman með því að sauma fyrst hliðarnar saman og hafa botninn opinn. Snúið svo röngunni út og setjið smá tróð inní eyrað. Saumið botninn saman. Saumið svo lóðrétta línu frá botni að miðju eyra.

Endur takið fyrir hitt eyrað.

Saumið svo eyrun við hárspöng og voila! Öskudeginum hefur verið reddað!