Prjónuð hjörtu

Ferlega sæt prjónuð hjörtu! Þau eru prjónuð í einu samfelldu stykki og til þess að það sé hægt að forma hjartað eru notaðar styttar umferðir. Þetta gæti verið fullkomið verkefni til þess að æfa styttar umferðir, eða sér til gamans, ég skemmti mér a.m.k konunglega við að prjóna og svo þæfa þessa litlu hnoðra.

Ég notaði kambgarn og prjóna númer 3. Næst ætla ég að prufa að nota lopa til þess að sjá hvort ég get ekki fengið aðeins “þæfðara” útlit á þau.

HJARTA
Ath. umf í oddatölum eru á réttunni, sléttar tölur á röngunni

sl = slétt prjón
br = brugðið prjón
Ú = Útaukning prjónuð svona: prjónið tvær br L í síðustu L, eina í fremra bandið og aðra í aftara bandið.

Fitjið upp 12 lykkjur, ekki of fast.

1. umf: Prjónið 8L sl, vefjið næstu L, snúið við.
2. umf: Prjónið br að síðustu L, Ú, snúið við.
3. umf: Prjónið 7L sl, vefjið næstu L, snúið við. (13 L)
4. umf: Prjónið br að síðustu L, Ú, snúið við.
5. umf: Prjónið 6L sl, vefjið næstu L, snúið við. (14 L)
6. umf: Prjónið br að síðustu L, Ú, snúið við.
7. umf: Prjónið 5L sl, vefjið næstu L, snúið við. (15 L)
8. umf: Prjónið br út umf.
9. umf: Prjónið 4L sl, vefjið næstu L, snúið við.
10. umf: Prjónið br út umf.
11. umf: Prjónið 3L sl, vefjið næstu L, snúið við.
12. umf: Prjónið br þar til 2 L eru eftir, prjónið þær br saman.
13. umf: Prjónið 5L sl (prjónið vafninga með vöfðum L), vefja næstu L, snúið við. (14 L)
14. umf: Prjónið br þar til 2 L eru eftir, prjónið þær br saman.
15. umf: Prjónið 6L sl, (prjónið vafninga með vöfðum L), vefja næstu L, snúið við. (13 L)
16. umf: Prjónið br þar til 2 L eru eftir, prjónið þær br saman.
17. umf: Prjónið sl út umf. (prjónið vafninga með vöfðum L). (12 L)
18. umf: Prjónið br út umf.

Endurtakið umf. 1-18 þrisvar í viðbót. Fellið lauslega af.

Saumið saman brúnirnar með nál og garni en skiljið eftir op svo hægt sé að fylla hjartað með tróði. Setjið mátulega mikið tróð í hjartað  áður en því er lokað alveg. Gangið frá endum og þæfið aðeins.

*Þessi uppskrift er munaðarlaus, þ.e höfundur er ókunnur.