Er komið nóg af fréttum um þennan blessaða Erfingja? Síðasti þátturinn af annarri seríu var í sjónvarpinu hér í gær, jiiii krakkar, ég hélt ég myndi springa. Hér kemur samt ein frétt í viðbót, ég er nefnilega búin með minn Erfingja.

Erfinginn eftir Pia Hernø

Ég ákvað að nota ekki lopa og ég ákvað að hafa aðeins öðruvísi hálsmál. Eftir á að hyggja hefði ég sennilega átt að prjóna ermarnar  lengri og kannski ponsjóið sjálft, ég er ekki viss.

Sennilega ætti ég líka vinna í módel hæfileikum mínum og senda Eiginmanninn á ljósmyndanámskeið.

... ég er nú þegar búin að sækja um í módelskóla.

… ég er nú þegar búin að sækja um í módelskóla.

 

 

STAÐREYNDIR

Uppskrift: Arvingen eftir Pia Hernø

Garn: Blackhill Italian Tweed og Blackhill kidsilk

Prjónar: 7

Garnmagn: uþb 400gr Italian Tweed og uþb 200gr Blackhill kidsilk

Ný tækni: Engin

Athugasemdir: Prjóna lengri ermar næst.

Breytingar: Ég vogaði mér að gera annað hálsmál en segir til um í uppskrift, ég prjónaði örfáar umf. slétt og festi svo kantinn niður með rönguna út.