Hávísindaleg rannsókn á ömmuferningi - Fjárhúsið Garnverzlun

Ég gat ekki látið það vera að leggjast í heljarinnar (eða bara litla) rannsókn á hvað sé fallegast og hagkvæmast þegar  ömmuferningar eru heklaðir.

Ég gerði þrjár prufur á fagurbleikum ömmuferning. Ef þú hefur ekki heklað ömmuferning áður þá er uppskrift hér á síðunni.

Þetta snýst semsagt um upphafslykkjurnar í hverri umferð sem og hvort eigi að klippa frá eftir hverja umferð eða ekki, þegar  heklaður er einslitur ferningur. Upphafslykkjurnar geta verið 3ll, standandi stuðull með sama garni og standandi stuðull við lita- eða garnskipti.

1. Ég heklaði hinn hefðbundna ferning, en án þess að klippa garnið á milli umferða. Útkoman er þessi og upphafslykkjurnar eru merktar inná myndina með hvítu örvunum.

ommuferningur-3llÉg verð að viðurkenna að þegar ég var að hekla fyrstu ömmuferningana mína þá tók ég ekkert eftir að þessar 3 loftlykkjur í upphafi umferðar litu öðruvísi út en stuðull. Núna finnst mér eiginlega næstum því óþægilegt að horfa á ferninginn hér að ofan því þær standa svo útúr og eru svo öðruvísi.

Ástæðan fyrri því að upphafsloftlykkjurnar eru í röð uppeftir ferningnum en ekki í tilfallandi horni er að ég klippti ekki frá eftir hverja umferð, heldur lokaði hverri umferð með keðjulykkju og gerði svo 3ll til þess að byrja næstu umferð.

Reyndar verður það þannig, þegar það er ekki klippt á milli umf., að í annarrihverri umferð þá koma þessar upphafslykkjur sem þriðji stuðullinn og í hinum  umferðunum koma þær sem fyrsti stuðull í þyrpingu. Þ.e þegar það lendir þannig að upphafslykkjurnar eru fremst í loftlykkju bili þá koma stuðlarnir tveir sem fullkomna fyrstu þyrpinguna á eftir upphafslykkjunum. Séu upphafslykkjurnar staðsettar þannig að loftlykkubilið er fyrir aftan upphafslykkjurnar þá verður að hekla eina loftlykkju og halda áfram og gera 3st í næsta ll-bil, en klára fyrstu þyrpinguna með 2st í enda umferðar.

ommuferningur-3ll-zoomNærmynd af upphafslykkjunum. Þær líta ekkert út eins og stuðull!

Útaf því að ég klippti ekki frá þá voru bara tveir endar til að ganga frá.

2. Ég heklaði annan ferning en í þetta skiptið með standandi stuðlum og án þess að klippa á milli umferða.

ommuferningur-standandistudull

 

Hér klippti ég heldur ekki frá eftir hverja umferð en ég heklaði standandi stuðla í staðinn fyrir 3 loftlykkjur.

Ég verð að segja að mér finnst þessi ferningur skárri heldur en sá fyrsti, útlitslega séð og það eru bara tveir endar að ganga frá.

ommuferningur-standandistudull-zoom

 

3. Ég heklaði þriðja ferninginn. Ég heklaði hann með standandi stuðlum og ég klippti frá eftir hverja umferð.

ommuferningur-standandi-bætt-vidStandandi stuðull A er heklaður eins og standandi stuðlarnir í ferning tvö. Þ.e þegar ekki hefur verið klippt frá, vegna þess að hann er fyrsti stuðull sem kemur í loftlykkjuhringinn, óþarfi að klippa frá eftir að hafa tengt í hring.

Standandi stuðull B er hinsvegar heklaður með nýju garni (þó það sé eins á litinn).

Hvar eru allir hinir standandi stuðlarnir fyrst ég sagðist hafa klippt frá í hverri umferð? Það er von þú spyrjir. Ég finn þá ekki. Ég var búin að ganga frá endunum áður en ég tók myndina og ég finn þá ekki aftur. Það hlýtur að vera til marks um að ég hafi komist að niðurstöðu um að þriðji og síðasti ferningurinn er fallegastur á að líta.

Niðurstaða.
Niðurstaðan er sú að ferningur 2 og 3 eru jafnir en hafa sínhvorn eiginleikann sem ég kann að meta.

Sá númer 2 hefur standandi stuðla sem blandast þokkalega vel inní og það eru bara tveir endar til að ganga frá.

Sá númer 3 hefur standandi stuðla sem finnast ekki einusinni. Falla fullkomið inní. En hann hefur 8 enda til að ganga frá. Ef hver endi er 6 cm langur og ég kannski hekla 100 ferninga í teppi, þá erum við að tala um 480 metra af garni bara í enda. Á móti 160 ef það eru bara tveir endar í frágang.

Þessu getum við auðvitað velt fyrir okkur þegar um einlitan ferning er að ræða, en ef það eru fleiri litir, þá verður ferningur 3 auðvitað fyrir valinu og við setjum bara á góða músík, hljóðbók eða þátt (væntanlega heila seríu) á meðan við göngum frá endum.