Bara útaf því að ég er búin að fá alveg húrrandi margar fyrirspurnir útaf Erfingja uppskriftinni, þá ætla ég að svara þeim nokkrum hér:

Pia Hernø er hönnuður uppskriftarinnar og selur þýðinguna á Ravelry. Maður fer þangað s.s og kaupir uppskriftina og fær upp möguleika á að hala uppskritinni niður á dönsku, ensku og íslensku.

Margir hafa spurt um þetta með PayPal á Ravelry og hvernig á að borga. Það get ég vel skilið. PayPal er í raun og veru bara kerfi sem við getum notað til þess að greiða með kreditkorti í gegnum, á netinu. Ef maður vill lesa sér meira til um þetta er auðveldast að finna upplýsingar á síðu PayPal, eða gúggla.

Maður getur búið til sinn eigin reikning á PayPal, ég mæli með því, ég keypti nefnilega einusinni vöru á netinu og fékk hana aldrei. Ég gat þá fengið endurgreitt í gegnum PayPal. En ef maður vill ekki búa til reikning þá getur maður samt greitt með kortinu sínu.

ALLT UM PAYPAL
Förum aðeins yfir þetta, hér er ég búin að velja Erfingjann til kaups. Þarna eru allar upplýsingar um hvaða garn er mælt með að nota, hvaða prjónastærð o.sv.frv…

1

Texta línan sem rauða örin bendir á inniheldur upplýsingar um verð, hér er það dönsk króna þar sem Pia býr í Danmörku. Smelltu á “buy it now” ef þú vilt kaupa uppskriftina.

Taktu eftir að fyrir neðan stendur að uppskriftina er að fá á dönsku, ensku og íslensku.

2

Ef maður hefur valið að kaupa, kemur upp þessi gluggi með upplýsingum um hvað það er sem er verið að kaupa og hver selur, svona til staðfestingar. Þarna nr. 1 er sýnt að þú ert að fara að kaupa uppskriftina Arvingen og að það eru 3 skjöl , í miðjunni er hún Pia, nr. 2 er verðið og númer 3, græni hnappurinn fyrir að kaupa.3

 

Þá kemur upp gluggi frá PayPal. Þó ég viti það ekki 100% þá er ég nokkuð viss um að hver sem selur uppskriftir á Ravelry geti ráðið hvaða greiðslumáta hann vill nota. Ætli Pia hafi ekki valið að nota PayPal.

Innihald ramma nr. 1 er yfirlit og verð. Í ramma 2 fyllir þú út ef þú ert þegar með reikning á PayPal. En ef þú ert ekki með PayPal reikning geturðu samt notað hann!

Sjáðu bara númer 3. Þar stendur “Er ekki með PayPal reikning”. Ef þú vilt ekki eða nennir ekki að búa til reikninginn núna þá geturðu smellt á þennan. Þar á eftir fyllirðu bara út umbeðnar upplýsingar og greiðir með þínu korti, ég veit ekki til þess að PayPal taki ekki einhver kort sem gefin eru út á íslandi. Ég hef notað kreditkort og fyrirfram greitt kreditkort bæði frá Visa og Mastercard. Já, ég er bara alltaf að kaupa á Ravelry.. hehe.

ALLT UM RAVELRY

Önnur mjög vinsæl spurning:
“Ég keypti uppskriftina fyrir löngu, get ég fengið íslensku útgáfuna? 

Heldur betur!

Hún er á Ravelry reikningum þínum. Loggaðu þig þar inn og smelltu á “my notebook” (1) sem er við hliðina á lógóinu.

4

 

..og svo ferðu í “purchases” (2) en þar undir eru allar uppskriftirnar sem þú hefur keypt á Ravelry. Það er í raun og veru algjör snilld því þar geturðu alltaf nálgast þær ef þú týnir þeim úr tölvunni, eða færð nýja tölvu og ert alltaf með aðgang að nýjustu útgáfunni.

5

Þar er s.s listinn yfir það sem þú hefur (eða ég í þessu tilfelli) keypt. Ef þú svo smellir á Arvingen færðu upp lista yfir hvaða skjölum er hægt að hala niður. Og þar er nú að finna íslensku útgáfuna.

Vona að þetta svari þeim sem höfðu spurningar :)