Ég hef svo gaman að því að skoða handvinnublogg. Ég skoða mörg reglulega og fyllist innblæstri og vinnugleði við að sjá hvað aðrir eru að gera. Mig langar að deila með þér nokkrum af þeim sem ég fylgist með.

  • Coco Rose Textiles
    Fallegar líffsögur og hellingur af hekli.
  • Yarn Harlot
    Þessi pía er ekki bara svakalega góður prjónari, hún hefur gefið út amk eina prjónabók, heldur er hún líka svo skemmtilega fyndin.
  • Attic 24
    Ég er viss um að það eru margir sem þekkja þetta blogg. Lucy er jákvæð og skemmtileg, kann virkilega að meta litlu hlutina í lífinu og hjá henni er að finna helling af leiðbeiningum í hekli.
  • Knitting by Kae
    Blogg á dönsku. Charlotte Kae er höfundur, prjónahönnuður, kennari, fyrirlesari og bloggari. Það er mjög áhugavert að fá að fylgjast með hönnunarferlinu hjá henni.
  • Slagt en helling ko
    Þetta blogg er líka á dönsku. Það var hjá þessari að ég fékk hugmyndina að Erfingjanum sem ég prjónaði. Liselotte bloggar á hverjum degi um lífið og tilveruna, sem hjá henni er fyllt af prjónaskap. Hún er líka ljósmyndari og grafískur hönnuður.
  • One Sheepis Girl
    Fallegar ljósmyndir og frábært blogg um hekl, prjón og aðra handavinnu.
  • Never Not Knitting
    Hér er á ferðinni bloggsíða með litlum þáttum sem hún tekur upp, þ.e hún skrifar ekki heldur talar. Tekur hin og þessi viðtöl og svona. Þarna eru líka uppskriftir og fleira. Svolítið skemmtilegt sko.

Og nokkur íslensk blogg. Ég er eiginlega á því að ég vilji sjá fleiri íslensk blogg! Hvað finnst ykkur, vantar ekki svolítið fleiri íslensk blogg?

  • Halla Ben
    Halla er prjóna-hönnuður og er alltaf að vinna spennandi hluti. Hún heldur líka utan um prjónakaffið sem ég reyni að komast í hér úti í Köben.
  • Litla Skvís
    Linda Björk hefur haldið úti bloggi síðan 2005 og bloggar um lífið, tilveruna og allt þetta dásamlega sem hún er að prjóna. Ég hef mjög gaman að því að fylgjast með henni.
  • Prjónastelpa
    Skemmtilegt blogg og þarna sá ég glitta í nýja lopapeysu uppskrift frá henni.
  • Föndrari af lífi og sál
    Meirihátta síða og fullt af flottu hekli hjá Ólöfu Lilju.
  • Handverkskúnst
    Handverkskúnst, eru þær mæðgur Elín Kristín og Guðrún María. Þarna eru hekl- og prjónaleiðbeiningar sem og uppskriftir. Elín Kristín var með bloggið Handóð, sem ég veit að margir fylgdu, enda er hún mjög skemmtilegur penni.
  • Prjónakerling
    Ég e l s k a hönnunina hennar Héléne Magnússon! Kíkið á, hún hannar úr íslenskri ull, eitthvað af henni litar hún líka sjálf.