Mér er verður oft hugsað til ömmu þegar ég prjóna sokka eða vettlinga og líka þegar ég klæði bæði börnin og sjálfa mig í vettlinga eða sokka. Það er auðvitað útaf því að nánast allir vettlingar og sokkar á heimilinu koma frá henni. Og sömu sögu hafa börnin hennar 6 og barnabörnin hennar 15 (+ makar og börn) að segja.

Kannski er það reynslan eða að hún er gædd sjöunda skilningarvitinu (prjónavitinu ?) sem gerir að hún hittir alltaf og þá meina ég undantekningarlaust, á rétta stærð fyrir hvern og einn. Alveg eins og það sé sniðið eftir mjög nákvæmum málum.

Ég get því miður ekki montað mig af því að vera með sjöunda skilningarvitið í hvorki prjóni né hekli og útbjó þessvegna töflur með stærðum fyrir sokka og vettlinga.

Sokkastærðar taflan er fyrir hve langur sokkurinn sjálfur þarf að vera frá hæl fram á tá og málin eru miðuð við skóstærð.

SOKKAR

Barnastærðir

barnasokkastaerdir

Fullorðinsstærðir

fullordinssokkastaerdir

 

VETTLINGAR

Stærðir fyrir vettlinga eru mældar út frá ummáli, lengd frá rót lófa uppá fingurgóm lengsta fingurs og lengd þumals.

Barnastærðir

barnavettlingar

 

 

Kvennmansstærðir

kvennavettlingastaerdir

Karlmannsstærðir

karlmannsvettlingastaerdir

Góðar stundir :)