Það að fara framúr kl 12:30 á venjulegum þriðjudegi getur varla kallast morgunsárið, klárlega komið hrúður á það á þessum tíma sólarhrings.

Enn lifi ég eins og drottning, fer á fætur þegar mér hentar. Hef aldrei sofið jafn mikið á ævinni, nema kannski þegar ég sjálf var smábarn.
image

Bjútíbína er með eindæmum frábært smábarn, það liggur við að mig langi aftur..samt ekki náttúrulega.

Í morgunhrúðrinu er gott að fá sér heimabakaða bollu með of miklu smjöri og geðbilað góðu rabbabarahlaupi frá mÖmmu R, sem hefur fengið einkunina “veitingastaða” frá kokki heimilisins.
image