Ég prufaði að steikja kleinur hér um daginn. Ég hafði ekki gert það alein og sjálf áður og bara hefur það gerst einusinni í sögu míns heimilis að það séu steiktar kleinur inná því.

Ég auglýsti þessvegna eftir kleinu uppskrift á Facebook. Það stóð svo sannarlega ekki á svörunum. Mér bárust alveg bara 5-6 uppskriftir. Ég ákvað að leita á náðir mér færari eldabuska heldur en að treysta á einhverjar hnausþykkar eða grænar heilsu uppskriftabækur.

Ég blandaði þeim öllum saman! Notaði súrmjólk eins og margir stungu uppá þó mig hafi langað að nota skyr, ég átti það bara ekki til. 10 tsk lyftiduft en ekki 20 af því að ég átti það heldur ekki til. OG ég notaði ekki svínafeiti, það sá ég einhversstaðar, það er ógeðslegt og palmin feiti fann ég hvergi svo ég notaði rapsolíu. Það var alltí lagi.

IMG_1702

Ykkur láðist samt að segja mér, meðan ég tók hinu góða ráði að 2kg af hveiti væri málið, það tæki því ekki að byrja fyrir minna, að það myndi ekki passa í stærstu skálina mína…ég færði þetta í hrærivélaskálina en þar passaði það ekki heldur.

 

IMG_1703

Svo úr varð rosalegur massi af deigi á eldhúsbekknum.  Gerði holu í deigið og helti lítranum af súrmjólkinni þar útí. Guði sé lof fyrir stórar systur, svo þær geti passað litlu systur sína þegar Bústýran er hveiti kafin. Sjáðu bara síðan hvað ég er með búsældarlegar hendur. Hnausþykkar alveg.

Ég var síðan alveg þónokkuð smeik við steikinguna, hafði lesið mér til og heyrt að olían yrði alveg brjáluð og maður mætti passa sig og fleira og fleira.

2014-06-05 16.23.48

 

Mér fannst hún hinsvegar svo lengi að hitna að ég skellti í pönnukökur og byrjaði að steikja á meðan. Þannig að á tímabili, þá var ég að steikja kleinur og pönnukökur, bara með annarri hendi því ég hélt á smábarni í hinni. Sendu nú ekki barnaverndarnefnd á mig þó ég hafi staðið við eldavél með kveikt á tveimur hellum og það með barn á handleggnum. Og já, þær voru brennandi heitar.

Eins og ég sagði frá þá höfum við Eiginmaður tekið okkur upp á rassinum og hafið heilsusamlegra líferni. Annað er ekki hægt barahh. Ég hef nú oft skellt í grænan, en þeir eru einmitt svo gasalega góðir. Og ekki bara góðir heldur er ekkert samviskubit eftir að hafa slengt einum svoleiðis niður trektina.

IMG_1678

Klassískur með eplum, lime, engifer, gúrku og sellerí. Gerði annan síðar (ekki sama daginn samt), með því sama nema líka með þremur blöðum grænkáli, B E I N T úr svalapottagarðinum.

IMG_1682

Sá fyrrnefndi leit svona út eftir að allt í hinni skálinni hafði verið sett í gegnum hægdjúsarann. Hægdjúsarann keypti ég billegt í Elgiganten (Elkó) fyrir mánuði. Okkar gamli, sem ég hafði keypt billegt í Kvickly um árið, var búinn að vera og skilaði af sér blautara grænmeti og ávöxtum þegar hann var búinn að djúsa. Þessi skilar bar þurru hrati. Sjáum til hvað hann dugir lengi.


IMG_1680

Nú, ég gerði önnur billeg kaup. Í þetta skipti var það matvinnsluvél, en sú sem við fengum í jólagjöf árið 2001 gaf upp öndina og eftir að við grýttum með þjósti Russel Hobbs matvinnslu/balandaravélinni í ruslið, ég gaf þeirri græju slæm meðmæli í einhverjum póstinum,  þá fluttum við út með enga matvinnsluvél. Í nútíma heilsugeðveikiseldhúsi gengur eiginlega ekki að eiga ekki matvinnsluvél. T.d í öllum heilsubókum Hagkaups og eiginlega í öllum heilsuuppskriftum þá sendur “allt sett í matvinnsluvélina”. Grænmetisfæði og heilsufæði almennt er nefnilega allt graut maukað.. upp til hópa.

Ég fjárfesti þá í enn einni billegri græjunni en hún er frá Bosch og virkar svona líka vel. Ég hófst auðvitað handa við allskonar maukun og setti í hummus úr kjúklingabaunum og hummus úr kúrbít, sem enginn vildi borða, en hráefnið á myndinni hér fyrir ofan er einmitt hráefnið í óætan (að mati meðlima Félagsbúsins) kúrbítshummus. Hinn hummusinn var góður og át ég hann amk með bestu list.

 

Ég hef ekki bara verið að blanda saman matvörum til þess að borða. En í tengslum við brjálæðiskast mitt um allan álpappírinn sem við erum að maka í handakrikana þá bjó ég til okkar eigin svitalyktareyði! OG! Hann virkar. Eiginmaðurinn notar hann líka og svei okkur barasta þá, þá virkar þetta. Hver hefði haldið.

Það sem ég setti í hann er eftirfarandi:

  • 4 msk Natron
  • 4 msk Arrow Root (fæst í heilsuhillunni/búðinni)
  • 6 msk Kókosolía
  • Ilmkjarnaolíur ef vill (ég setti í hann einn dropa af Tea Tree, Lavender og einn af piparmyntu.)

Ég setti þetta síðan í þessa fínu litlu krukku sem ég keypti, enn og aftur billegt, í Söstrene Greene, skírði meistaraverkið Deo Doðrant og svo bara tekur maður smá á puttann, smellir á milli lófanna og dreifir úr og klínir svo í krikana.

Ég geri ekki grín, ég myndi aldrei fara að ljúga á eigin bloggi, það er einum of hallærislegt að gera það.

 

IMG_1692

 

IMG_1679

Bjútíbína fylgdist með þessu öllu af ákafa. Mjög spennt.


2014-06-04 16.05.35

Það er ekki laust við að það sem við fullorðin erum að gera og bedúa á heimilinu hafi áhrif á úngviðið. Hér er tilraun í gangi. Það er Fagri sem tilraunar. Hann rakst á þennan pott sem ætlaður er til eggja suðu og er pínulítill, og vildi vita hvort það væri hægt að poppa í honum.

2014-06-04 16.05.40

 

Það er hægt. Poppið át hann  með bestu lyst, en það var að vísu örlítið brennt. Við urðum sammála um, eftir þessa tilraun, að sennilega væri best að poppa í stórum potti.

En þú veist.. YOLO! (fyrir óglöggva, eins og ég sjálf var í nánast fyrradag, þegar ég vissi ekki hvað þetta únglíngamál þýddi, þá þýðir þetta You Only Live Once, eða, það er bara ein umferð eins og einn góður sagði, YOLO er þessvegna BEU á íslensku).