Erfinginn

Eitt af verkefnunum sem ég byrjaði nú í byrjun árs er ponsjópeysugjörningurinn sem ber nafnið Arvingen. Hér í Danmörku er uppskriftin geysilega vinsæl og varla hægt að kalla sig prjónara nema hafa haft Erfingjann á prjónunum.

Erfingjann má sjá í dönsku þáttunum Arvingerne, á Gro sem er ein af aðalpersónum þáttanna.

Ég er að prjóna Erfingjann eftir Piu Hernø

Ég ákvað að minn Erfingi yrði aðeins öðruvísi, uppskriftin gerir ráð fyrir að notaður sé Álafoss lopi, ég ætla að nota mína ponsjó peysu inni við þannig að lopi yrði of heitur, svo ég valdi annað ullargarn og nota silkiþráð með og hef í henni handahófskendar rendur. Ég er rétt rúmlega hálfnuð með gripinn, mjög fljótprjónað.

Uppskriftina hef ég síðan þýtt á íslensku og þú getur keypt hana hjá Pia Hernø, ef þú hefur keypt hana fyrir daginn í dag ættir þú að vera búin/n að fá tölvupóst um að þú getir sótt íslensku þýðinguna á Ravelry.