Afmæli, afmæli, afmæli. Við erum rosalega sjóuð í að eiga afmæli. Eiginmaðurinn var til dæmis að eiga sitt 37unda í dag, hann er orðinn svakalega góður í því.
Bjútíbína átti hinsvegar sinn fyrsta afmælisdag í dag. Hún hefur aldrei átt afmæli áður, en stóð sig eins og hetja. Eiginlega stóðu hún og Eiginmaðurinn sig skemmtilega vel.
Meðan ég skrapp aðeins frá bökuðu þau köku.
- 1ns árs í dag. TIL HAMINGJU!!
- Glotta Glottadóttir.
- Fékk að sleikja kremið af þeytaranum, vissi fyrst ekki alveg..
- .. en sá svo að það er ÆÐISLEGT!
- Stoppum ekki við þeytarann. Tökum sleikjuna líka.
- Kemur í jós að Eiginmaðurinn er einhverskonar snillingur í kökugerð. Fullkomin í útliti og bragði. Ég ætla aldrei að gera neitt í eldhúsinu aftur.
Elsku litla skottan. Hún er nú algjör ljósálfur… jiiii hvað við erum heppin að eiga hana. Ég er bara ekki að ná uppí nefið á mér yfir hverskonar barnaláni við höfum verið gædd.
Dásamlegt aldeilis frábært.
Leave A Comment