Ég var bara núna rétt í þessu að fatta að enska orðið “Breakfast” þýðir bara að rjúfa föstu.. break fast.. þú veist, eftir að þú borðaðir ekkert alla nóttina. Auðvitað er alveg rökrétt að kalla fyrstu máltíð dagsins morgunmat, fyrsta máltíðin er oft borðuð á morgnana en ég vil frekar að þetta verði kallað fyrstimatur og að fyrstimatur geti verið hvenær sem er að deginum.

Jafnmikið og ég fæ hroll þegar ég hugsa til þess að þeir sem græða pening á að selja mjólk (þessu ber ekki að taka persónulega) hafi talið okkur trú um að 2 glös af mjólk á dag myndu koma í veg fyrir beinþynningu og að kúamjólk sé jafnmikilvæg og sjálft vatnið.. þetta er bara svo mikill ey-hugsanaháttur, þá á ég við að Ísland sé eyja og í þá daga hafi fólk ekki vitað neitt annað en það hélt, það eru billjónir manna í heiminum sem drekka aldrei mjólk og borða ekkert gert úr þessari afurð – þá fæ ég líka hroll þegar ég heyri að morgunmatur sé mikilvægasta máltíðin. Hann er það ekki. Engin máltíð er mikilvægari en önnur, það er hinsvegar mikilvægt að borða (hér tala ég og ég er ekkert alltaf að fá mér að borða).

Þessvegna vil ég að morgunmatur verið endurskýrður sem fyrstimatur og fyrstamat á að borða þegar líkaminn er tilbúinn eftir svefn.