Amigurumi  er tegund af hekli þar sem heklaðar eru fylltar fígúrur. Orðið amigurumi er blanda af japanska orðinu “ami” sem þýiðr heklað eða prjónað og orðinu “nuigurumi” sem þýðir fyllt fígúra.

Amigurumi er oftast heklað með nál sem er aðeins minni en maður myndi venjulega nota við garnið, en það er gert til þess að fá góðan þéttleika í fígúruna, svo ekki sjáist í tróðið sem fer inní.

Amigurumi fígúrur eru oftar en ekki alveg óheyrilega sætar!