Það eru afmælisdagar. Á þessum tíma árs erum við svo ausin hamingju- og velfarnaðaróskum að við bara fljúgum um á bleiku vel fóðruðu skýi.

Þetta byrjaði allt árið 1977 þegar Eiginmaðurinn fæddist. Tveimur árum og tveimur dögum síðar kom sannkallaður gullmoli í heiminn (ég). 36 mínus 14 árum og mínus einum degi eftir að gullmolinn kom í heiminn fundum við saman. En það var í annað skipti, það eru eiginlega 18 ár síðan við fundum saman upphaflega. En þúst.. seinþroska óvitar.

Hættum endilega ekki hér. 10 árum eftir að við fundum saman þann 16.júlí 2001, s.s 16.júlí 2011 giftum við okkur á Auðunarstöðum í Húnaþingi vestra. Það var ÆÐISLEGT. 2 árum síðar, eða þegar það er bara einn dagur í að við ættum bómullarbrúðkaup, skaust Bjútíbína í heiminn og rændi afmælisdegi föður síns.

Svona lítur súr ræningi út að morgni vöggustofudags þar sem upp kom misskilningur um hver ætti eiginlega að borða allar bollurnar sem bakaðar höfðu verið.

2015-07-15 08.28.21

Henni fannst ekki eins og það gæti verið rétt að hún ætti ekki að fá að borða þessar fínu bollur. Verð í framhjáhlaupi að minnast á þennan galla sem hún er í. Ég keypti hann á 20kall í formi tösku. Þetta er svona næfurþunnur vind/regngalli sem hægt er að vöðla saman í litla tösku og setja á bakið á henni, þú veist, skyldi maður skella sér í túr.

2015-07-15 08.44.25

Hún elskar að hjóla og eftir hjólaferðina á vöggustofuna þar sem fúg (fuglar) voru taldir mjög samviskusamlega; en, to, fía, sjú (1, 2, 4, 7) var hún orðin svona líka sprenghress. Í bóla (kjól/ kjole) fór hún útí afmælisdaginn og saggði ekki einusinni bless við tárvott andlit móður sinnar sem var við það að fá væmniskast í miðri vöggustofunni.

2015-07-15 15.34.57

Við hitt afmælisbarnið fórum og sóttum ræningjan síðan. Við töldum aftur fúg á leiðinni heim þar sem biðu þeirra afmæliskaka sem eldri heimasætan hafði bakað og pakkar.

2015-07-15 16.44.49

Við byrjum bara smátt. Æfum okkur aðeins. Rífum upp lítinn pakka fyrst.

2015-07-15 16.48.17

Það gekk vel svo næst er það stór pakki.

2015-07-15 16.50.33

Það er alveg nýtt fyrir okkur að dúkkur, dúkkudót og bleikur séu hér á heimilinu höfð í hávegum. Dúkkurúmið sem afi Tómas smíðaði fyrir hana Sprengju fyrir, ég veit ekki… 8-10 árum síðan, hefur verið skraut fyrir mig þar til Bjútíbína fór á ról. Allir krakkar hjálpast að við að festa haldið á vagninn.

2015-07-15 17.04.36

Misskilningur tvö á einum degi.

2015-07-15 18.15.37

Svo bauð hún systkinum sínum í kaffi og mat og saltkex og rúsínur. Í nýjum fötum líka. Ekki slæmt að vera hún akkúrat þarna.

 

Brúðkaupsdeginum eyddum við í vinnunni, ég í minni og hann í sinni, en enduðum daginn á heimsókn á ströndina. Mikið óskaplega er það ljúft. Og aldeilis fínt veður, ekki of heitt, ekki of kalt.

2015-07-16 16.56.55

 

Grafa skurð og stíflur. Velta sér um í sandinum og almenn afslöppun… svona áður en vinna 2 tók við.

Í dag á ég sjálf afmæli.

2015-07-12 13.00.33Þó svo að ég sé núna 36 ára og myndavélar búnar að vera til allt mitt líf, þá er ég ennþá svakalega ómyndarleg. En byrjun dags byrjar vel. Enn betra veður en í gær.