Eins og ljóst er þá liðu óvart þrjár vikur án þess að ég tæki eftir því. Og er hér þessvegna yfirferð yfir daga sem eru löngu liðnir.

Vort ungmenni tók skref nær fullorðinslífinu þann 24.apríl.. eins og ár hvert á þessum degi. Hann er offissíallí orðinn hærri en við, notar stærri skó en ég er ennþá feitust og frekust svo hann rétt ræður…

15-ara-afmaelisbarn

Það hefur löngum verið regla að vakna saman á afmælisdagsmorguninn og gleðja afmælisbarnið með afmælismorgunverði og pökkum. Í ár, sennilega útaf því að hann er bráðum fullorðinn, þá vaknaði hann sjálfur ásamt karli föður sínum í morgunsárið og útbjó bröns a la Wulff og Konstali (þar sem hann var í praktík fyrir nokkkrum vikum). Sveimér.. vöfflur með saltkaramellusósu. Eggjahræra. Bacon. Ávextir. Jógúrt með einhverju múslí og fleira og fleira.

Hann fékk óhefðbundna afmælisgjöf í ár. Eins og alltaf að eigin vali en í ár var valið tvö stykki chinchilla… það eru dýr. Ég hafði aldrei heyrt um það áður…

amma-og-arna-spila

Í kringum afmæli frumburðarins kom móðir mín í heimsókn. Það var æði! Hún og Bjútíbína spiluðu spil. mAmma R með spil að mér sýnist og hún með púsl og sundbolta fyrir hatt. Og jávið erum með spínat sem snakk í skálinni þarna á borðinu. DJÓK! hehe, við erum aldeilis ekki að borða neitt fjandans spínatsnakk. Það er þarna bara eftir kvöldmatinn.

storu-bornin-a-veitingastad

mAmma R á afmæli degi á undan Úngmenninu. Þarna um árið, byrjaði ég einmitt fæðingarferli frumburðarins á deginum hennar, hélt kannski að það myndi hafast að eiga hann á deginum en það var ekki. Í tilefni af afmælisdeginum hennar fórum við öll út að borða. Þegar ég skoðaði svo yfir myndirnar þá sá ég að úngmennin mín eru alvöru úngmenni. Altsvo, þau eru ekki börn lengur. Þau eru fólk með eigin skoðanir. Hún tildæmis valdi sér hjúmöngús sjeik í kvöldmatinn.

uti-ad-borda

Við hin vorum þarna líka. Sorry ma, ég stal þessari mynd af Fésbókinni þinni.

bida-eftir-bat

Og þessari en við fórum einmitt í frábæra ferð um Kaupmannahöfn á meðan mAmma R var í heimsókn. Við fórum í sjóstrætó. Þarna erum við að bíða eftir bússen á fljótandi bryggjubiðstöð.

kirsuberjatre

Við fórum um víðan völl. M.a að litlu hafmeyjunni sem ég hafði ekki komið til síðan ég var yngri en minn yngri sonur. Mér finnst þessi tré GEGGJUÐ!

og-tha-kom-steypiregn

Þessi mynd finnst mér sýna aðeins of vel hve vorið þetta árið hefur verið leiðinlegt. Veðurfræðingurinn í mér fékk samt smá orgasma við að beinlínis sjá rigninguna. Þarna er hún bara fyrir ofan Fields en eftir smá var allur himininn orðinn grár og það hellirigndi.

 

fotbolti-thorvi-og-gummi…samt ekki eins og það hafi verið að rigna bara endalaust alla daga frá miðnættis til miðnættis. Aldeilis ekki og þegar þetta er skrifað þá erum við öll mjög steikt af sól síðan á ströndinni í dag. En þúst, ég er eftirá.

Stundum er gott að viðra úngmennin… svo úngmennalyktin af þeim verði ekki þannig að það sé ekki hægt að opna inn til þeirra.

fotbolti

Þau tóku pabba sinn í bakaríið.

glugga-list-sindri

Ég fann húrrandi skemmtilega liti hér um daginn. Gluggaliti. Hér hefur verið þá teiknað á glugga hægri vinstri. Hér er Fagri að fara á kostum..glugga-list..og hér er litli kústurinn kominn til að þrífa eins og mamma sín.

Dagarnir líða og það er komið að vorverkunum:

skola-gardar

Um árið fórum við með Úngmennið og leigðum skólagarð. Mér fannst það æðislegt því ég ellllska að rækta. Einhverra hluta vegna varð ekkert úr því að við kláruðum að rækta þann blessaða garð en nú gerum við tilraun númer tvö. Fyrsta verk var að búa til stíg, setja í hann grús og slétta úr beðinu sínu.