Það var mikið fjör hér í gær. Mér tókst (þó ég segi sjálf frá) að gera ágætisveitingar fyrir börn. Ég er ekki að segja að það hafi ekki kostað átök…hér fyrir neðan er mynd af afmælisbarninu og gestum þess, það komu allir íslensku krakkarnir í blokkunum og svo ein íslensk frá leiskólanum.
Þorvaldur var veislustjóri.

Það var með þessum átökum að ég bakaði. Að óskum afmælisbarnsins var gerð rjómaterta. Að óskum Bóndans var gerður einn marengsbotn. Það endaði þannig að báðir svamparnir voru eins og blað að þykkt og marengsinn of stór, ég setti það bara allt saman í eina köku..
IMG_7025
Sama dag og Sunneva átti afmæli fór Gvendi í Halloween partí á frítíðsheimilinu sínu, sem heitir Skipið. Hann fór sem Darkúla og náði að græta smástelpu í stigaganginum með ógurlegu útliti sínu. Mér fannst hann hinsvegar allsekki nógu agalegur og vildi festa dóta pöddur í hárið á honum en hann var ekki sammála, mér fannst hann of ljóshærður og bláeygur til að vera skelfileg blóðsuga.

IMG_7026
Það er ekki lítið sem ég hef bakað uppúr þessari bók í gegnum tíðina, reyndar síðast fyrir um hvað…15 árum en fyrst bókin er til, því ekki að nota hana. Voðalega þægileg bók enda gerð fyrir börn. Engar uppskriftir með grömmum í stað desilíters mælieininga.

IMG_7018
Þegar Sunneva kom heim af leikskólanum á föstudaginn biðu hennar glás af gjöfum. Hún fékk þessa “bók” frá Gumma, en í henni eru perlur og dótarí til að búa til hálsfestar og fínerí.

IMG_7023
Þá skulum við vinda okkur að eldhústöfrum Bústýru. Svona leit eldhúsið s.s út á föstudaginn (já allan föstudaginn) og fyrir hádegi á laugardaginn.

IMG_7019
Það var að vísu allt orðið hreint og gljáandi þegar krakkarnir mættu á svæðið klukkan 13. Þau komu öll klukkan 13, frekar fyndið, það hrúgaðist inn 15 krakkar á 5 mínútum. Þau þutu öll beint inní herberi krakkanna og allir prufuðu allt dótið þeirra á skuggalega skömmum tíma og þessvegna var herbergið mjööög fljótlega eins og eftir loftárás. En bara gaman samt.
Sunneva fékk afskaplega flottar gjafir bæði frá fjölskyldu og vinum. Hún ætti ekki að vera í vandræðum með að hafa ofan af fyrir sér á næstunni. Nú er inn að vera pía hjá henni og heyrast miklar Bratz og Barbie samræður innan úr herbergi.
Tveir feður krakkanna komu að sækja þau saman og settust niður og fengu sér köku. Við vorum sammála um að Brian húsvörður hér í Hekluhúsunum sé með eindæmum óágætur húsvörður.
Þegar allir voru farnir kom Hlíf frænka og Claus. Krakkarnir voru ekki lítið montin með að eiga bæði frænku og frænda hér..sem sagt Hlíf frænka og Claus frændi. Gaman að fá þau í heimsókn loksins:) Svo í kvöldmat komu Helga, Addi og börn og Siggi.
Við borðuðum lax ala Bóndinn. Það klikkar aldrei þegar hann eldar. Allir voru farnir um kl 21 og krakkar komnir uppí rúm. Við vorum andlega ekki við um það leiti en héngum samt og horfðum á égveitekkihvað til um hálf tólf…þá urðum við líkamlega ekki við…