Ég hafði hugsað mér að vera duglegri að setja inn afmæliskveðjur á bloggdagbókina mína. Ég fór reyndar mjög ítarlega yfir ágæti allra sem eiga afmæli um árið og finnst það algjörlega ennþá um lýðinn.

Fyrst ber að nefna móður mína, en hún átti afmæli í gær, 23. apríl. Ég hafði, eins og fyrr segir, tekið saman ágæti um hana og hér má finna þann póst. Á myndunum má sjá greinileg líkindi með mér og börnum mínum og henni.  Við fórum til hennar í kaffi í gær, þar voru kræsingar að vanda og alltaf gott að koma til hennar.

En uppáhalds vísan sem ég hef kveðið, kvað ég um frumburðinn góða þegar hann varð 9 ára. Hún er ennþá vel í gildi, eða sá póstur, nú þegar hann er 12 ára. Ég lími þá færslu bara inn í heild sinni:

gummi cool 2

Frumburðurinn fæddist, uppfærð útgáfa

(lag: það var fyrir átta árum)

Það var fyrir 12 árum,
að ég kvaddi bjúg með tárum,
19 kíló af mér láku
hraðar en í verstu hláku
hjúkkur og faðir  mig áfram ráku.

Fyrir utan biðu ömmur
kaffi hafði sett á könnur
enn ein sjúkrahjúkku píkan
sem áhuga hélt ég hefði slíkan
á að kíkjá fylgju líkan.

Og svo liðu nokkrir klukkutímar
galopnar voru lendar mínar
út nú kreistist litla barnið
og sjúkrahjúkkan dró fram garnið
til að sauma saman aftur gatið.

Svo leit ég á þig litli böggull
blóðugur lítill sætur köggull
hjartað tók svo nokkra kippi
kom í ljós þú hafðir typpi
við vorum ennþá bundin saman.

Þá var klippt á naflastrenginn
faðirinn til þess var fenginn
Uppfrá því við erum saman
við kunnum vel að hafa gaman
ég og þú…ég elska drenginn.

Þó mér finnist persónulega ekkert geðveikt mega hvorki að vera bomm eða troða í gegnum ekki stærra gat barni sem hefur höfuð á stærð við væna hangikjötsrúllu, þá þykir mér stjörnu vænt um blessuð börnin mín. Þau kunna að gera mig geðveika á tímapunktum en þau eiga sérstakan stað í hjartanu á mér og ég elska hjartað í þeim. Ég er svo klár að það skiptir ekki máli hver kemur til, heldur tekst mér alltaf að eignast ótrúlega falleg, fyndin og gáfuð börn.

Sá fyrsti er þá 12 ára í dag, ég man það auðvitað eins og gerst hefði í gær, enda er ég ekki komin með alsheimer ennþá. Ég var 24 tíma að fremja verknaðinn, ég man ekkert mikið eftir því en ég man eftir fyrstu nóttinni sem við áttum saman ég og hann á Landspítalanum, þar láum við og kíktum á hvort annað.. hann var svo fallegur að ég gat ekki sofið og mér var alveg sama.