Vegna þess að við höfum hafið framleiðslu á sápu vorum við að skoða internetið til innblásturs um hvernig sápur er hægt að gera. Auðvitað dúkkaði upp typpasápa og svo sekúndu seinna sápa sem var píka.

Ég er tepra og fannst bæði hallærislegt. Sagði þá Eiginmaðurinn að honum finndist svo merkilegt, því við komumst að því að píkusápurnar voru settar fram í tilefni af einhverjum femínistadegi og af feminista, að feministar væru oft að sveifla píkunni. Honum fannst ósanngjarnt að þegar karlar eru að veifa typpinu og segja kannski typpabrandara að þá verði konur fúlar, en snúi sér við og veifi píkunni og hversu frábær hún er og segja jafnan í leiðinni hvað typpi eru mikið valdnýðslu apparat.

Ég er ekki feministi en ég aðhyllist samt réttindi kvenna til jafns við karla og svo öfugt.

Ég nenni ekkert að fara útí það neitt frekar hvort feministahreyfingin (ef þetta er hreyfing, ég hef ekki hugmynd reyndar) sé nauðsynleg í baráttu kvenna til jafnra gæða… ég fíla systrasamfélag og finnst konur frábærar, á rosalega marga vegu.

En eftir að hafa rætt það fram og til baka hvort það væri fáránlegt að karlar veifuðu delanum og í leiðinni þætti það meira en töff  að  kona veifar píkunni og hylli hana, sagði ég að mér finndist það eiginlega bara vera þannig að typpi hafi verið í gegnum tíðina, og séu, einhverskonar karlmennskutákn. Þú veist, ef þú ert með stæðilegt typpi þá ertu meiri maður en sá sem er kannski ekki með svo stæðilegt typpi, kannski bara bogið, krumpað og þurrt typpi. Þessvegna væru karlmenn alltaf eitthvað að delas.

Þetta er náttúrulega allt saman þvaður, en við komumst að því að það er ólekkert að veifa kynfærum og monta sig af þeim. Alveg sama hve kven- eða karlmenn eru stoltir af. Það er ólekkert af karlmönnum að veifa delanum og það er ólekkert af kvenmönnum að veifa píkunni til höfuðs typpinu um leið og athöfnin að veifa typpi er fordæmd.

Okkar niðurstaða í þessari rökleysu er þá að kvenréttindabaráttu konur sem eru afvegaleiddar og dottnar í að vilja yfirráð kvenna og útrýmingu karla, ættu ekki að skella píkunni á borðið sem tæki til að berjast fyrir réttindum kvenna. Karlar eiga ekki að monta sig af typpinu heldur, það er hallærislegt og til merkis um litla menn.