Gerði stór uppeldismistök áðan og leyfði  erfingjum krúnunnar að skoða jóladótablaðið frá Toys’r us. STÓR MISTÖK.  Búnglingurinn dótaglaði hefur ekki stoppað síðan fyrir tveim dögum að sýna mér allt í bæklingnum sem eiginlega má kalla bók, svo þykkur er hann. Hvert einasta dót í strákadeildinni fyrir eldri en 7 ára er áhugaverðasta dót sem hann hefur augum litið. Hann hefur lagst svo lágt að biðja mig um lán, hann LOFAR að borga það til baka (ég er bara í því að spyrja mig hvar hann muni fá peninginn til að borga mér til baka…). Hann hefur tekið föður sinn á sálfræðinni, “pabbi.. mannstu ekki þegar þú varst lítill?? Heldurðu ekki að  þér hafi þótt gaman að svona dóti?” Ofan úr vasa Búnglingsins kinkaði nýji eiginmaður minn kolli.

Biðjið fyrir mér!

Og svo lagðist Sprengjan líka í hálsbólguna. En það er búið núna. Núna er hún hressari en aldrei fyrr, meira að segja búin að setja á sig maskara. Við með píku verðum varla tilbúnari en þegar við erum búnar að setja á okkur maskara.

Að endingu vil ég monta mig af lopapeysunni sem ég var að klára. Loksins. Hún er sú sem Sprengjan er í. Það sem er merkilegt við peysuna er að munstrið á hana hannaði ég sjálf! JÁ, ÉG SJÁLF!. Búnglingur í meistaraverki eftir mÖmmu L og Örverpið í meistaraverki (sem ekki stingur, því það er ekki lopi) eftir lángMömmu H (amma Hlíf). En mitt meistaraverk slær þessu öllu við og ekkert smá hressandi litir, enda er Sprengjan hressandi.

Ég tek við lopapeysu pöntunum í tölvupóstfangið mitt.