teppid-hans-sindraFékk hekluna fyrir rétt um einu og hálfu ári síðan. Er búin að vera að hekla eitt og annað m.a rúmteppi handa krökkunum. Þetta teppi er ætlað Örverpinu. Ég á eftir svona sirka 1/4 af því. Það á að ná yfir umbúið rúmið hans sem er 90x200cm. Ég man ekki nákvæmlega hvenær ég byrjaði á því en ég er ábyggilega bráðum búin að vera með það af og til í höndunum í 4-5 mánuði. Fann uppskriftina fríkeypis á Ravelry, heitir Greenway Afghan. Getur alveg verið frústrerandi að vera með bara eitt handavinnuverkefni í höndunum og þessvegna :

teppid-hans-gumma.. er ég byrjuð á rúmteppinu hans Búnglings líka.  Keypti í það  í vor einhverntíma þegar það var afsláttur af garni í Nettó. Mjög líklega hef ég ekki keypt allt garnið, eða ég veit að ég hef ekki keypt allt garnið. Ég tók ekki eftir hvað ég er bún að nota margar dokkur í teppið fyrr Örverpið.. ábyggilega fleiri en 20, kannski 30!

Langaði ekki að gera ferninga teppi fyrir rúmin. Tók engan smá tíma að finna réttu munstrin. Fann þetta fyrir Búnglinginn hjá henni á Attic 24, uppskriftin. En fyrst ég er byrjuð á teppum strákanna þá verð ég að byrja á teppi fyrir Sprengjuna líka.

teppid-hennar-sunnevu

Bara komin með tvær raðir þar, á að vera svona búbbluteppi :) Uppskrifitn er mín, kannski set ég hana fram einhverntíma þegar ég er búin með teppið.

Allt gert úr kambgarni, sem ég er svo hrifin af að það hálfa væri nóg. Finnst það hlýtt og mjúkt og heppilega ódýrt miðað við ýmislegt annað garn. Gott til að hekla úr notaleg teppi.

Smábarnið mitt er þegar búin að fá teppi, fékk frá ömmum sínum í komugjöf. Geri kannski handa henni bara þegar hún er komin í stórt rúm.

Öll teppin eru