hjarta

Tæknilegir örðuleikar rétt fyrir jól! Enginn kemst í búðina, ekki einusinni ég. Það er mér nú ekki að skapi. Sem betur fer er verið að vinna í þessu fyrir mig og opnar aftur innan skamms, vonandi ekki meira en 2-3 dagar!  (Bráðlætið í mér bjóst við 2 til 3 tímum, en það er víst ekki svo :/ )

En við höfum þennan vef óáreittan og hér er uppskrift að litlum hjörtum sem ég hafði hugmyndir um að nota á eitthvað af jólapökkunum í ár. Kannski er bara best að knúsa þetta tæknilega vandamál í burtu með smá hjarta-hekli.

Ég gat ekki verið sammála mér hvort ég vildi hafa botninn á hjörtunum oddhvassan eða rúnaðan, svo ég set hér fram bara bæði.
hjarta2

Ég er með mislitt bómullargarn sem ég fann í garnhrúgunni og það var enginn miði á því.. mig minnir samt að hann hafi verið svartur og að garnið heiti Bianca eða Blanca eða eitthvað í þá áttina, kannski keypti ég það í A4 fyrir mörgum mánuðum síðan. Nálin er númer 2.5.

HEKLAРHJARTA
með tveimur mismunandi botnum.

Spor í uppskriftinni:

  • Töfrahringur
  • Fastapinni / fastalykkja (fp/fl)
  • Hálfstuðull (hst)
  • Stuðull (st)
  • Tvöfaldur stuðull (tvst) => (í hjartanu með rúnuðum botni)
  • Takki (3 ll, tengja með kl í aðra ll frá nál)  => (í hjartanu með oddhvössum botni)

 

Hjarta með oddhvössum botni.

1. umf: Heklið 9 fp í töfrahring. Tengið með kl.
2. umf: 5st í fyrsta fp, 1st í næsta, 1hst í næsta, 1fpí næsta,

[ 1st, 1takki, 1st] í næsta, 1fpí næsta, 1hstí næsta, 1stí næsta, og svo 5st í síðasta fp. Að endingu kl í fyrsta fp fyrstu umf og svo kl í miðjuna. Dragið bandið í gegnum miðjuna, þannig að það endi á röngunni og gangið frá.

Hjarta með rúnuðum botni.

1. umf: Heklið 9 fp í töfrahring. Tengið með kl.
2. umf: 5st í fyrsta fp, 1st í næsta, 1hst í næsta, 1fpí næsta, [ 1st, 1tvst, 1st] í næsta, 1fpí næsta, 1hstí næsta, 1stí næsta, og svo 5st í síðasta fp. Að endingu kl í fyrsta fp fyrstu umf og svo kl í miðjuna. Dragið bandið í gegnum miðjuna, þannig að það endi á röngunni og gangið frá.