Ég hef alltaf haft gaman að því að pakka inn, alveg frá því að ég var krakki og var alveg í S-inu mínu þegar ég vann í blómabúðinni við að pakka inn og raða blómum allan daginn.

Jólin eru þá mín aðal vertíð núna fyrst ég vinn ekki lengur í blómabúð. Ég ákvað í ár að búa mér til merkimiða utan um það sem ég hef prjónað eða heklað í jólagjafir. Reyndar er það í sögulegu lágmarki sem ég gef í ár sem er handgert af mér, en það sem ég gef eru aðallega sokkar og þeim pakkaði ég inní þennan merkimiða, setti ofan í lítinn kassa og skreytti með hinu og þessu sem ég átti til, greni, borða og hekluðum hjörtum.

handgert-merkimidi2

Ef þú vilt, máttu hala merkimiðunum niður, prenta þá út sjálf/ur og nota. Ég gerði líka merkispjöld sem hægt væri að setja á flíkur sem eru stærri, t.d í hálsmálið á peysum. Ég að vísu gerði ekki neitt stórt fyrir þessi jól, en kannski gerðir þú það og getur notað merkispjöldin. Það er pláss til að handskrifa þvottaleiðbeiningar á bakhliðinni á hvorri miðatýpunni fyrir sig.

[ddownload id=”9473″ style=”link” text=”Hala niður merkimiða”] Mér finnst best að nota bara venjulegan A4 pappír, keypti reyndar endurunninn pappír í þetta skiptið, fyrir merkimiðana sem koma utan um hluti.

[ddownload id=”9472″ style=”link” text=”Hala niður merkispjöldum”] Fyrir merkimiðana er gott að nota aðeins þykkari pappír heldur en venjulegan prentarapappír, t.d pappír sem er 225gr, hann rann ljúflega í gegnum venjulega prentarann minn :)

Það eru síðan hjálparlínur til þess að klippa eftir, nú eða skera ef þú ert með pappírsskera.