arna-fallega

Sprengjan var að fíflagangast með myndavélina um daginn og tók þessa líka frábæru mynd af Bjútíbínu sem hafði prílað inní altarið.  Hvaða svipur er eiginlega á þessu barni?

arna-i-altarinu

Þetta er nýjasta nýtt, að gá inní allt. Skríða í öll herbergin, maður má varla brjóta saman einn bol þá er hún horfin og byrjuð að reita og tæta. Það er voðalega sætt.. amk ennþá.

arna-i-badi

Bað í bala.

arna-i-skapunum

Jebb. Inní öllu. Þarna er flotti íláta skápurinn minn. S.s box, stampar, flöskur og form. Hún er nú bara kát með fundinn blessunin.

arna-soley

Önnur mynd inní altarinu. Þeir sem eru glöggir sjá að hún situr á Íslandi. Hehe. Jóa litla hefur það gott þarna inní altarinu.

flott-leiksvaedi

Við Sprengja, ásamt Bjútíbínu auðvitað, fórum í búðina og gengum framhjá þessu frábæra leiksvæði á leiðinni. Klifurgrind þarna. Mér finnst þetta alveg gasalega flott.

leiksvaedi-2

Séð yfir kanalinn og yfir á leiksvæðið, sem nær fáránlega langt. Með allskonar tréhúsum, bálhúsum (kofi sem kveikja má bál inní), pallar og stigar.

leiksvaedi

Pallar :)

sunneva-a-ferdinni

Númm. Ég s.s fékk hana til að koma með mér í búðina. Hún er svo upptekin í herberginu sínu við föndur, New Direction og spegilinn sem við vorum að hengja upp að hún sést varla frammi. Varla annað við hæfi en að fara í jólafötin og vera með töff klút og ilmvatn þegar maður fer í búðir með drottningunni (mér). Og við fórum í búðina og keyptum laugardagsnammi og töluðum um heima og geima.. eða nei, við töluðum bara um allt það sem henni langar í úr búðunum. En það var gott samtal.

sunneva-i-loftinu

Þetta er eiginlega hálf merkilegur aldur finnst mér. Bæði hún og Búnglingurinn eru að umbreytast í fullorðið fólk. Náttúrulega langt þangað til þau verða alveg fullorðin (ég veit svosem ekki hve langt, get ekki hugsað um sjálfa mig ennþá sem fullorðna þó ég haldi að dagar mínir sem pía séu taldir og ég sé orðin kona, meira um það síðar kannski) , en það er svo greinilegt að þau eru að máta það að vera ekki barn og gera fullorðins stöff eins og að vera með ilmvatn, setja gel í hárið, klæðast töff fötum og toga í nýju líkamshárin. Þessi mynd finnst mér bara lýsa þessu ástandi svo vel, með greiðslu, sólgleraugu, í töffarafötum, en að róla eins og henni hefur alltaf fundist gaman.

sunneva

Fallega mín. Haha, hún er svo mikill snillingur og svo mikill karakter. Svo fljúgandi að ég verð að hafa hana í taumi.

vid-sunneva

Ég og hún. Hún hefur spurt mig hvort hlutirnir hafi verið eins á minni öld.. hvað heldur hún að ég sé gömul?