Aldrei að setjast á of háan hest.
Sá uppskrift af grænum sjeik. Hef ekki prufað að gera sjeik úr öðru en banana, berjum, fræjum og kryddi, hélt kannski að það væri kominn tími til að blanda saman gúrku, epli og öðru grænmeti.
Ég átti svo ekki melónuna sem í sjeikinn átti að fara og er ekki sannfærð um að Bjútíbína verði ekki svolítið súr ef ég borða engifer, nenni ekki að hætta á það. Þannig að í ljósi augljósrar velgengni minnar við sjeik-gerð síðustu daga ákvað ég að búa til einn af fingrum fram, var alveg spennt og allt. Bjóst við að frægðarsól mín í sjeik-gerð myndi skjótast til himins á þvílíkum ofurhraða að færustu stjörnuskoðunarmenn teldu að um nýtt undur væri að ræða.
Í þennan horbjóð fór:
- 1/2 gúrka
- 1 gulgrænt epli
- 4 kubbar frosið spínat
- 1 dl vatn
Þarna hefði ég átt að stoppa og sætta mig við að drekka sjeik á áferð við frosinn poll en bragðast samt eins og gras… but NO. Fannst leim að ætla að tilkynna hér að ég hefði búið til frosinn poll með grasi. Hélt áfram og bætti í:
- 1 tsk hveitigras duft
- 1 msk kakónibbur
Oj! og bara DON´t DO IT!
Ég er farin að fá mér þennan með súkkulaðibragðinu.
Leave A Comment