Ég hata þegar fólk segir “njótið !” í endann á sjeik uppskrift.

Ég vil engan móðga með að monta mig alveg gasalega mikið, en þetta er einn besti sjeik sem ég hef smakkað og bjó ég hann til sjálf.

Sjeik, sjeik, sjeikbanúna

Það er pínu eins og ég hafi reynt að fela lítið typpi þarna oní

Ég vakna svo oft frá því að ég fer að sofa á kvöldin, til að gefa og senda börn í skóla, að ég er oft ferlega ringluð þegar ég þá loksins fer á fætur. Reyndi í ringlunni að leita á netinu að einhverri uppskrift en var svo glorhungruð að ég nennti ekki að liggja yfir því.

Mundi þá eftir uppskrift að chiafræ-búðing sem mér var gefin einusinni og fannst góð.  Ákvað að byggja sjeik dagsins á henni. Í fór:

  • 1 msk chiafræ, lögð í bleiti í 2 msk af vatni, bara svona meðan hitt er fundið til og sett í blandarann
  • 1 msk kakó (auðvitað verður það að vera eitthvað gæðakakó, ég er ábyggilega búin að kaupa svona 50 pakka af kakói frá frú Sollu Grænu)
  • 1 banani
  • 1/2 dl haframjöl
  • 1 dl bláber
  • 2 dl möndlumjólk
  • 1 msk kókosolía

Mmmm, alveg mígandi gott. Auðvitað bragðast sjeikinn alveg eins og súkkulaði, haha, þessvegna finnst mér hann svona rosalega góður. Mér finnst líka skipta máli hvernig áferðin er og þessi í þessum hlutföllum er mjög þægilegur, meðal þykkur og mig grunar að ég verði södd eftir hann, þar sem í honum er haframjölið og svona. (update: búin með hann, er södd)

Ætti líka að vera nóg af omega handa mér í chiafræunum og auðvitað sleipiefni í kókosolíunni, bláberin að búa til litlar sprengingar af súrefni (eða eitthvað) inní mér. Namminamm.

Og liturinn! Flottur!