Og þú hélst kannski að ég væri þegar hætt í vikulöngu sjeikmaníukasti mínu og ætlaði að svíkjast undan og borða bara lummur í staðinn?

Aldeilis ekki, ég er ferskari á þessari tilraun minni en nokkurri annarri tilraun sem ég hef gert.

Í dag hinsvegar þurfti ég um leið og ég opnaði augun að fara til tannlæknis og þar með ruglaðist öll hin vanalega rútína.  Ég fór líka með okkur öll til sýslumannsins hér í bæ til að endurnýja vegabréfin… maður lifandi hvað það getur tekið langan tíma.

Númm, ég prufaði að googla ” smoothie kvöld” og fékk ekki upp neina uppskrift að einhverjum fabjúlös, dásamlegum, æðislegum sjeik sem ég gæti notið hér í kvöld. Þannig ég raðaði saman í einn sjálf.. kannski finnst mér það síðan alltí einu skemmtilegra heldur en að leita að uppskrift…kannski.

Í sjeik kvöldsins fór sætuefni á eftir sætuefni:

  • Banani
  • 5 jarðaber
  • rúmlega teskeið hnetusmjör
  • rúmlega teskeið kókosolía (ég er að hugsa um að sannreyna þetta með að gefa kroppnum olíur og raka innanfrá)
  • 1 dl vatn
  • smá dryss af kanil

Sjeikmanía

Í þetta skiptið dró ég upp gamla blandarann minn. Hann er af gerðinni Electrolux og er með glerkönnu. Ég bara trúi því ekki hvað Russel Hobbes blandara druslan er lélegur blandari og matvinnsluvélin sem fylgdi með er liggur við lélegri en bilaða matvinnsluvélin sem við áttum. Í hana þurfti að mauka döðlur áður en maður maukaði þær í matvinnsluvélinni…

Sjeikinn er góður, enda mikið af sætu í honum. Ég var ekki með neitt frosið og held að hann hefði kannski verið skemmtilegri kaldari, annars bara eins og nammi á bragðið eins og innihaldið gefur til kynna.