Ég er búin að vera að drepast úr sjálfri mér. Mikil óskapar leiðindi sem maður getur skapað sér. Hef aðallega verið að pakka uppúr kössum og kvarta síðustu vikur. Væmni og væl hefur verið þar rétt á eftir.

Nú fyrst ég er komin með almennilega nettengingu (leið eins og ég væri bara hálf, þegar ég hafði ekkert internet í heila.. 5 daga!) er ekki úr vegi að hlaða hér inn nokkrum velvöldum myndum úr geimskipinu mínu (snjallsímanum mínum). Þessi er af  búra 1 og 2 við pulsu (já ég sagði pUlsu) át við einhverja bensínsjoppu í borginni.

Og svo bættist einn við.

Nýji eiginmaðurinn minn. Hann er nú huggulegur blessaður. Rangeygðin kemur úr föðurættinni. Svona er það bara.

Honum finnst ég lykta rosalega vel. Öllum stundum.  Og ég get sagt ykkur eina staðreynd um lykt. Allir kannast við söguna um að konur lykti eins og fiskur að neðan, samanber brandarann um gamla blinda kallinn sem sagði “góðan dag dömur” þegar hann gekk framhjá fisksalanum á markaðnum. Niðrandi saga. Það er argasta vitleysa að það séum við sem lyktum eins og fiskur. Hinsvegar er það góssið sem menn gefa frá sér við kynferðismök sem lyktar eins og fiskur, sérlega daginn eftir. Já… svona hluti veit ég bara.

Við Örverpi höfum verið svolítið í sólbaði þegar það er hægt. Ég var fyrirsætan og hann ljósmyndarinn.

Við stunduðum líka yoga úti í sólinni. Það var æði og lyktaði alls ekki eins og fiskur (svona ef þú ert ennþá þar…?)

Heimsóttum Nauthólsvík á einhverjum tímapunkti. Þetta var um kvöld. Seinna komu ég og tvö yngri þangað og ætluðum að hafa það gott í góðaveðrinu. Ekki fór nú betur en svo að á okkur var ráðist af mávum og kríum. Getur bara ekkert fengið að vera í friði fyrir þessum vörgum?


Ég í giftingarundirbúningi á Auðunarstöðum. Bryndís múltítaskar á bakvið.

Hjólaflotinn. Mér þykir vænt um hann.

Börnin heima hjá sér.

Hér er maður varaður við okri bara á staðnum. Það væri nú bara ekki verra að fá svona límmiða á fleiri staði. T.d á ryksuguna á bensínstöðinni. Þar kosta 4 og hálf mínúta heilan 100 kall. Það er mikið því enginn ryksugar heilan bíl á svo stuttum tíma. Þetta er alltaf dæmi uppá minnst 300kr.

Sprengjan festi part af rennilás á innanverðri kinn sinni. Enginn mátti gera neitt í því nema Amma R og þurftum við því að bruna með hana þangað. Auðvitað er það bara hún sem lendir í svona.

Eiginmaðurinn í tjaldinu góða. Alveg var ég að digga útileguna. Hún var það skemmtilegasta sem ég hef gert í áraraðir. Kannski er ég svona fúl í lífinu því ég er ekki alltaf í útilegu, heldur að díla við heimilisbókhald, ryk  og kúkanærbuxur. Gaman.