Vohóhó hvað ég byrja vel! Skila inn tveimur myndum í dag, reyndar tók ég myndina í gær en gleymdi að setja hana inn.

pikubindi

Númm. Í 6. bekk hér í bæ fá börnin kynfræðslu. Hér er allt rasandigalið í hormónum þessa dagana og er nú gott að vita að þessi geðóreiðuköst búnglinganna er bara partur af því að kynþroskast, verða fullorðin og fullvaxta. Þvílíkt tímabil og grunar mig nú samt að þetta sé bara rétt að byrja.

Allavegana. Þegar Búnglingurinn fékk þessa fræðslu í fyrra  fengu strákarnir smokk í hendur. Í gær kom Sprengjan askvaðandi heim með píkubindi. Já, píkubindi sagðún, en meinti auðvitað dömubindi. Hún skefur ekki af því frekar en fyrirmyndin.

Í dag ætlaði ég hinsvegar að ræða sokka. Mikil ósköp sem það er mikill bömmer að vera í óþægilegum sokkum. Þessir sem ég er í núna, keypti ég í HM þegar við vorum úti og eru þeir einu sokkarnir sem ég get verið í án þess að fá geðútbrot og gæti alveg talist vera með óþol fyrir sokkum sem eru ekki nema bara úr bómull. Tærnar á mér krullast bara við að vera í sokkum sem eru úr einhverskonar akríl drasli. Þessvegna hef ég ekki verið í sokkum síðan síðastliði vor, nema bara ef ég þarf að fara í skó, þá smelli ég mér  í sokka.

sokkarNúmm, eins og sést á þessari mynd þá í bakgrunni er allt í KÖKU á heimilinu, allt í kössum og dót útum allt.

Ég komin í náttbuxurnar. Ég afrekaði þó að vera í gallabuxunum í dag, enda fór ég í bæjarferð til Reykjavíkur. Ástæðan var að ég ákvað að fara í vax. Náttúrulega ekki í frásögur færandi nema útaf því að ég, frú Bústýra á ári 34, hef aldrei farið í stofu-vax áður.

Það var góð lífsreynsla og nú er ég komin úr hárlopabuxunum sem ég var í. Ég stóð í þeirri meiningu að nr. 1  ég væri að breytast í heimafæðandi feminista með líkamshárablæti og nr. 2 það gæti kannski verið þess virði að gera rannsókn á því hvort fótahár á kvennmanni þjóni einhverjum tilgangi öðrum en að vera ólekker.  Þú veist, að halda á hita eða eitthvað þannig, bægja frá skordýrum t.d.

Hvorugt var rétt. Af með hárin og mér hefur aldrei liðið betur.  Ég er orðin kona á ný og hætt að vera fæðingarorlofslufsa.