Við notuðum rétt tæplega milljón í bensín á síðastliðnu ári. S.s frá september 2017 til september 2018. Finnst þér það ekki S V A K A L E G T?

Svakalegt!

Þetta var bara bensín fyrir venjulega keyrslu fyrir okkur og nokkrar Reykjavíkurferðir. Við fórum s.s ekki hringinn í kringum Ísland með viðkomu í Kanada. Nei, bíllinn eyðir ekki 20l á hundraðið, hann eyðir mjög hóflegum 7 til 7.5. Tveir bílar? já, frá því í að mig minnir júní. Hann eyðir ennþá minna, enda pínulítill, hann eyðir svona 5 á hundraðið.

Ég er svo orðlaus og búin að vera síðan ég tók þetta saman fyrir rétt rúmri viku að þessi bloggpóstur verður ekki lengri.