Við fengum skyndiheimsókn hér um daginn. Það var hann pabbi minn sem kom hér og heiðraði oss með nærveru sinni. En nærveran hans er einmitt svo góð.

Við gerðum hitt og þetta. Mikið til vorum við að stikna úr hita. Það er stundum alveg bara strembið að vera á ferðinni og græja og gera þegar það er svona geðbilað heitt. Úff segi ég bara.

Við fórum meðal annars til útlanda. Já, ég segi og skrifa. Til útlanda fórum við familían. Við stukkum hér uppí lest og enduðum í Svíþjóð, Malmö. Auðvitað veit ég að það er stutt til Malmö, en það er engu að síður ferð til útlanda fyrir okkur og mun ég aldeilis stinga því uppí kvartginið á afkomendum mínum næst þegar þau væla yfir því að “allir hinir” hafi það betra og skemmtilegra en þau sjálf.

Í Malmö, sem ég hef ekki komið til síðan við fórum með Ásu hér um árið..eða fórum við Aldís síðar en það..ha?
Í Malmö semsagt var einnig frekar mjög mikið heitt. Við fórum samt víða, eða eins og litlir fætur gátu. Það er ekki ég sem er með litlar fætur og sannarlega ekki hann pabbi. Eiginmaðurinn er ekki með neitt stórar fætur en hann var ekki vandamálið, það voru auðvitað krakka fæturnir sem urðu kannski helst til þreyttir á þramminu.

Nú. Hér koma nokkrar myndir frá Malmö.