Já mikið að gera hjá Félagsbúinu þessa dagana. Það má eiginlega segja að þangað til á fimmtudagsmorgun sl. hafi húsakynni búsins verið á mörkunum að geta flokkast sem mannabústaðir, meira eins og búslóðageymsla sem var sprengd í loft upp og svo kom risi og traðkaði á henni, þar á eftir komu þrumur og eldingar og þar á eftir… þú skilur.

Eitthvað hefur þó þurft að eiga við uppskeruna, þó hún hafi verið með minnsta móti og Bústýran á barmi uppgjafar í ræktuninni. Þarna eru nær allar kartöflurnar sem komu uppúr tæplega eins fermeters stóru beði hér aftan í garði. Afgangurinn af útsæðinu fór í leigugarð sem nú lítur út fyrir að hafa orðið fyrir álversmengunarsprengju.

Fórum í berjamó síðustu helgi og fundum krækiber og sirka sjö bláber. Mest er ég stolt af gulrótunum og grænkálinu sem hafa sprottið eins og gorkúlur.

Annað er síðan að verða uppétið af hvítum maðki sem lagst hefur á rætur þess sem ég setti niður.

DSC_0216

Sko, þarna gefur að líta öll berin. Verð að prufa að fara aftur í mó svo ég geti státað af flottari berjauppskeru. Ætla að herja á Miðnesheiðina. Eiginmaðurinn segist hafa séð eitthvað þar.
DSC_0217

Og tómataplönturnar hafa gefið vel af sér. Auðvitað algjörir mini tómatar en tómatar engu að síður. Næst ætla ég að fá mér eitthvað úrvalsfræ og reyna að fá stærri tómata.

DSC_0140

Og frænkurnar hafa verpt eins og herforingjar. Eggin verða stærri og stærri og nálgast óðum svona miðlungs srærð af búðaeggi.

DSC_0137

Sniðugasta barnagræja sem ég hef kynnst! Þvaðra kannski meira um þetta síðar. Er búin að vera viku að pikka þennan póst inn og vinna myndirnar…allt meðan ég næri Smábarnið, pikka einhent á meðan, er að ná ótrúlegum hraða!

Burðarsjalið gerir að verkum að ég get sinnt hinum ýmsu heimilisverkum og svo dinglaði hún þarna framan á mér þegar við fórum í berjamóinn.

DSC_0215

Þá erum við á Félagsbúinu orðin menn með Keflvíkingum. Hér eru allir með heitan pott í garðinum.  Við erum loksins búin að tengja þennan sem fylgdi húsinu. Hann er gamalt skrapatól og við látum renna í hann neð garðslöngunni. Það er dásamlegt að geta stokkið í heitan pott bara sí svona.

Eiginmaðurinn keypti sér útisturtu og ætlar á sprellanum í sturtu eftir pottaferðir fyrir framan nágrannana.

DSC_0205

Allir tilbúnir.

DSC_0195

Bjartur getur líka verið fótaskemill.

DSC_0194Allir kúra í sófanum.

DSC_0145

Systurnar sætu.DSC_0143Og bræðurnir duglegu grafa sandkassa handa smábarninu.

DSC_0129

Smábarnssería ;)