stoppested

Voðalega er ég dramatísk eins og ég hugsa alltaf um mig sem jákvæða og up-beat manneskju. Ég er greinilega með sjálfsblekkingu á háu stigi. Ég ætti að stoppa við og hugsa minn gang.

Ég er eitthvað svo busy þessa daga. Auðvitað eins og alheimur veit, þá er hér allt í kössum sem gengur svona líka hægt að ganga frá. Svo hægt að mér er skapi næst að leigja hingað verktaka, sem ég mun fá til þess að ganga frá öllu dótinu og jafnvel sækja hillur fyrir mig. Voðalegt drep er að vera ekki með almennilegar hillur, eða hyrslur. Já, þetta getur verið erfitt.

Svo, í öllu kassaflóðinu hef ég verið að bæði vefa og hekla. Ekki hvort tveggja handavinna. Ég hef verið að vefa einn vef og byrja svo á öðrum núna mjög fljótlega. Það er gaman en ég var alveg búin að gleyma hvað það þýðir að vera heima með barn yngra en 1 árs…já, eða grínumst ekki, það skiptir ekkert máli hvað börnin eru gömul þegar þau eru heima, þau trufla alltaf ef það sem maður þarf er þögn og pláss til einbeitingar í fleiri klukkutíma í senn. Á eftir að mastera þetta betur.

Hekla? Já, langar líka að vera að því. Er t.d með á nálinni tvö teppi, þessi sem eiga að koma á rúm hormónabombanna minna, eina lambhúshettu (lambús/lambhús?) á Bjútíbínu og svo eitt annað verkefni sem á að vera gjöf. Fer ekki að svipta hulunni af því strax, þó svo að móttakandinn kunni ekki einusinni að lesa ennþá, haha.

Einhvernveginn geta dagarnir farið í ekki neitt. Í gær fór dagurinn bara í að vera með Bjútíbínu á handlegg, hún er eiginlega lasin hálfpartinn, með svona líka fínan hortaum frá nös og niður á bringu og litla röddin hennar hás. Sjálf er ég ekki ferskust, önnur hornösin síðan við fluttum út..??!? Ekki þekki ég þann prósess, að fá kvef og í hálsinn tvisvar á einusinni sama árinu. Í gær fórum við t.d í búð, við Eiginmaður þ.e og Bjútíbína, hún var fúl mikinn part af tímanum, náttúrulega því henni líður ekki sem best, en ferðin tók 3 tíma. 3 tíma! Lord! Var kannski alveg löng búðaferð en það var um það bil það eina sem ég afrekaði í gær. Það sér ekki högg á vatni í þvottinum sem liggur allstaðar og bætist bara í og allir kassarnir eru alveg að fara að gera mig geggjaða.

Svo langar mig auðvitað að halda áfram með verkefnið sem ég hef ákveðið að eigi að heita Blogg í bók, en ég er að reyna að koma blogginu mínu í bókarform. Eitt ár í eina bók. Prenta svo út eitt stykki og hafa hér í hillum svo við getum, eða krakkarnir kannski helst, skoðað og horft til baka, svona í staðinn fyrir myndaalbúmin sem hvort sem er eru ekki til hér.

Og svo er ég auðvitað með miklar væntingar til sjálfrar mín varðandi allt heimilishald og allar breytingarnar sem ég ætla að gera, þú veist, þessar til góðs og bóta. Ég hef dottið ofan í hugtak sem heitir “Simple living”. Merkilegt nokk þá felur þetta eiginlega ekki í sér minni vinnu við heimili og bústörf heldur meira vekur mann til umhugsunar og meðvitundar um bara hitt og þetta, vörur sem við notum til heimilis og hvar verslað er og hvað er keypt, hvort lífrænt sé betra en lókal ræktað, græn þrif, sjálfbærni og fleira í þeim dúr.

Það sem fyrst náði athygli minni af þessu öllu er að búa til “stock pile” eða lager af vörum sem heimilið notar reglulega og þarf alltaf að vera að kaupa. Það á samt ekki að fara út og bara versla og versla eins og enginn sé morgundagurinn af dósamat og skeinipappír, nei, maður á að fylgjast með tilboðum og versla mikið magn þegar tækifæri gefst. Ég er komin með tvær vörur sem eiga að fara á lagerinn. Bleiur, sem ég keypti 3 pakka fyrir 2 og klósett pappír sem ég keypti líka á núll og nix.

Ekki bara hef ég í hyggju að búa til lager (ok.. ég er alltí einu að hugsa hvort allir séu kannski með lager og finnist þetta ekkert nýtt af nálinni.. og að ég sé bara svona eftirá að hafa aldrei heyrt um eða pælt í þessu fyrr?) heldur hef ég í hyggju að byrja að stunda græn þrif. Það þýðir að ég mun blanda sjálf efnin sem ég nota til að þrífa heimilið og þvo þvotta. OG! Búa til mína eigin sápu. Jább, ég er meira að segja búin að ákveða að búa líka til minn eigin svitalyktareyði, það ákvað ég eftir að hafa horft á þátt í sjónvarpinu (þú veist, kassanum sem ekki lýgur) um að það er ótrúlega mikið ál í svitalyktareyðum. Löng saga stutt: í Frakklandi er búið að ákveða af heilbrigðisyfirvöldum að mest magn af áli í mat eða vöru er 0.6 (0.6 hvað kanntu að spyrja, ég bara man það ekki, kannski %). Svo voru teknir nokkrir deódoðrantar, þ.á.m þessi frá Nivea, Neutral og Anglamark. Tveir síðast nefndu eru nú vörur sem fólk stólar á þegar um er að ræða ofnæmisvandamál og virkilega treystir á þessar vörur, ein konan sagði að ef maður getur ekki keypt þessa vöru (og hélt á Neutral deó) þá vissi hún ekki hvað hún ætti eiginlega að kaupa. En allavegana, 0.6 er viðmiðið. Kom í ljós að Nivea svitalyktareyðir hefur ál sem annað efnið í innihaldslýsingunni á eftir vatni og töluna 2.0. Neutral og Anglamark hafa ál líka númer tvö og 2.6, þegar viðmiðið er 0.6!

Ég er ekki að digga það. Álið er þarna til að loka svitaholunum svo fólk svitni ekki eins mikið. Þannig að það er beisiklí ekkert verið að eyða svitalykt heldur bara setja tappa í götin! Konum, og þeim mönnum sem raka sig undir höndunum er ráðið frá því að nota svitalyktareyðinn strax eftir rakstur þar sem holurnar eru opnar og opin sár eftir rakvélablaðið, því inntaka áls í líkamann er þá fleiri hundruð sinnum meiri en hollt er.

Já, t.d þessvegna hef ég ákveðið að búa til mínar hreinlætisvörur. Líka til þess að leggja mitt af mörkum við að vera góð og hugguleg við Móður jörð. Sleppa því fyrir bæði okkur og hana að nota eins mikil eiturefni og við erum vön.

Nú, síðast en ekki síst þá auðvitað ætla ég að rækta hér á svölunum og prufa að safna regnvatni til að nota t.d til að vökva, já eða nota í hreinlætisvörugerðina mína.

Nú verður gaman! Vantar nokkur áhöld nú svona ef einhver á í geymslunni og er hvort sem er að fara að senda til okkar eitthvað (prik fyrir bjartsýni fæ ég). Mig vantar gler mælikönnu, töfrasprota eða gamlan þeytara sem getur farið frekar hægt og tvo potta. Nú fer ég í gegbrúkið og næli mér í þessa hluti.

Pantaði síðan fræ hjá fræsölu Bjarna hér í landi. Hlakka til að sá jarðaberjum, tómötum, grænkáli, spínati, ertum, kryddjurtum og fleiru og síðast en ekki síst: LÚFFA! Loofah. Það er planta sem breytist í svamp. Googlaðu bara. Mega gaman.

Eitt sem mig síðan dauðlangar að vita, fá börn ógeð á brjóstamjólk? Alveg.. OOOOJJJ!!! E  K  K  I   þetta einu sinni enn!