Við erum komin heim eftir laaaaaangan prósess. Dótið okkar situr á bryggju í Reykjavík í þessum töluðu orðum, sem þýðir að ég er bara með litlu tölvuna mína sem er gömul og sein. Það tæki mig alla nóttina að sækja allar myndirnar sem mig langar að setja hér inn og þessvegna ætla ég að gera það síðar.

Það verður ekki annað sagt en að veðrið hafi leikið við okkur síðan við komum. Þvílík blíða. Æðislegt alveg hreint. Það á víst að rigna samt á morgun, en mér er alveg sama, þarf að vera inni að vinna hvort sem er og svo þykir mér rigningin góð.

Frumburðurinn varð eftir í Reykjavík og verður þar við vinnu í sumar. Kemur svo í haust. Heimasætan er að vinna í Bardúsu inná Hvammstanga. Fagri er að vinna við að leika sér, sem og Herforinginn litli.

Eiginmaðurinn er í 2 mánaða löngu sumarfríi, hvorki meira né minna. Hann hefur náttúrulega sjaldnast tekið sér frí, svo hér með er sett bót í málið.

Sjálf hef ég fengið nýjan kontór. Hann liggur á Hvammstanga. Keypti mér pottaplöntur þar inn í dag, þegar ég brunaði í borg óttans með Eiginmanninum í dagsferð.

Og þá offissíallí búin í sumarfríinu mínu. En þar sem ég er minn eigins herra þá ætla ég alltaf að gefa mér leyfi til þess að taka frí á góðviðrisdögum – svona þar sem þeir eru af skornari skammti en úti.

Meðfylgjandi mynd er af litlu sætu folaldi sem er eitt af hópnum sem kom í heiminn á Auðunarstöðum í vor. Svo ótrúlega falleg dýr. Ég er með stjörnur í augunum.

Meira síðar :)